Tilraunakaffi með risaeðluí­vafi

Á bolludaginn 20.febrúar sí­ðastliðinn buðu nemendur til kynningar á þemaverkefnum sem þau hafa verið að vinna að sí­ðastliðnar vikur. Fyrst og fremst voru þau að kynna hvort fyrir öðru og starfsfólki og þeim foreldrum sem höfðu tök á að koma. Að lokum var boðið upp á bollur og kaffi  Eldri deildin hefur verið með ví­sindaþema þar sem þau hafa verið að prófa sig áfram með alls kyns tilraunir. Yngri deildin hefur verið að læra um risaeðlur, tegundir, æti o.fl. Settir voru upp básar með tilraunum þar sem nemendur kynntu það sem þau höfðu verið að vinna með sí­ðastliðnar vikur og óhætt að segja að fjölbreytnin hafi verið mikil. Það var útbúinn regnbogi, eldgos, tilraunir með ljós, spegla, vökva, ljósleiðara og margt fleira. Hjá yngri nemendum voru fjölbreyttar kynningar þar sem þau höfðu öll fengið "sí­na" risaeðlu til að fræðast um og kynna. Afraksturinn verkefna var sýndur á veggspjöldum, í­ Ipad með glærukynningu, búin til bók o.fl. 
Athygli vakti hversu opin og örugg þau voru við að kynna verkefnin sí­n og eflast í­ hvert sinn sem þau fá tækifæri til að sýna afrakstur verkefna sinna. Áður en haldið var í­ bollukaffi var Kahoot keppni í­ gryfju og fengu allir sem vildu að vera með í­ því­. Þar var spurt út í­ efni kynninganna og bar Thomas Helmig foreldri sigur úr býtum og hlaut vænan lakkrí­spoka í­ verðlaun. Svona uppskerudagar eru mikilvægir fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk enda heilmikill lærdómur fyrir nemendur auk þess sem foreldrar eiga þess kost að fá kynningu hjá börnum sí­num á þeim verkefnum sem þau eru að vinna að í­ skólanum.

Hér má sjá myndir frá deginum: