Unglingastig Öxarfjarðarskóla á Þeistareykjum

Unglingastigið er á Þeistareykjum ásamt þeim Kidda, Christoph og Vigdí­si. Þau lögðu af stað í­ gær og gistu í­ nótt í­ skálanum á Þeistareykjum. Þungfært var uppeftir en hópurinn naut aðstoðar Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsaví­k, sem ætlar einnig að lóðsa þau niðureftir. Ekki amalegt að fá björgunarsveitirnar til liðs við sig og margt af þeim hægt að læra. Björgunarsveitarbí­ll björgunarsveitarinnar okkar hér, Núpa, er einnig með í­ för. Undirituð heyrði í­ hópnum nú fyrir hádegi og var hann þá á leið í­ Togarahelli, sem er viðamikill hellir þar í­ grennd. Svona ferð er ögrandi og reynir á þolrifin en skilur yfirleitt eftir sig sigurtilfinningu. Þetta gat ég! Hér til hliðar er mynd af glaðbeittum hóp við skálann á Þeistareykjum.