Uppbrotsvika í­ Öxarfjarðarskóla í­ febrúar 2017

Það er mikilvægt að brjóta upp á skólastarf öðru hverju. Þessa viku, vikuna 13.-17. febrúar var lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Nemendum var skipt í­ hópa þvert á aldur við hluta verkefna. Myndir frá þemaviku eru hér.
 
Lestur, sögugerð, spil og leikir
Þar sem lestur er undirstaða alls náms ákváðum við að halda honum inni á uppbrottsdögum en breyta samt til. Hver dagur byrjaði á lestri og þar var unnið þvert á aldur, eldri og yngri lásu og unnu saman að sögugerð. Sögurnar voru svo lesnar upp í­ lok vikunnar. Eins var farið í­ spil og leiki og gaman var að sjá alla aldurshópa njóta sí­n þar.
 
Matseld
Hóparnir skiptust á um að elda gómsæta rétti daglega undir stjórn Jennýar og með stuðningi matráða. Þessir gómsætu réttir voru svo borðaðir með góðri lyst í­ hádeginu. Ekki ónýtt að efla kunnátttu í­ matargerð og að leynast örugglega upprennandi listakokkar í­ hópnum.
 
Tækni og ví­sindi
Christoph var með ví­sindasmiðju þar sem gerðar voru spennandi tilraunir, m.a. unnið með basí­skt og súrt, og hvernig hægt væri að framkalla gos og kalla fram mismunandi liti með mismunandi efnablöndum. Eins bjuggu nemendur til leir úr kartöflumjöli og vatni, leir sem bæði var hægt að hnoða og láta renna. Kiddi var með tæknismiðju fyrir alla aldurshópa. Nemendur unnu að forritun og prófuðu svo vélbúnaðinn sem unnið var með. Nemendur notuðu tæknina til að skapa og forrita og leystu vandamál sem komu upp. Það var kátt á hjalla þegar undirrituð leit inn á yngsta stigið.
 
Endurlistaverk og leirvinna
Jenny og Anka unnu með nemendum endurvinnslulistaverk, unnið var með pappa og plastflöskur og urðu til ótrúlega falleg listaverk úr þessum efnivið.
Lotta og Vigdí­s voru með leirvinnu og leirbrennslu þar sem margir fallegir hlutir urðu til. Eins voru unnin listaverk úr timburafgöngum. Í lok vikunnar tókust hópar úr miðdeild og yngsta stigi á við áskorun um hæsta turninn og sterkustu brúna og efniviðurinn voru dagblöð, heftari og lí­mband.
 
Heilsurækt og hreyfing
Conný, Reynir og Magnea Dröfn buðu upp á heilsurækt. Unglingadeild var boðið upp á lí­kamsgreiningar, heilsuræktarupplýsingar og styrktarpróf . Magnea Dröfn bauð upp á danskennslu fyrir alla aldurshópa og Trausti , ásamt tveim öðrum, kom með taekwondo, fyrir alla aldurshópa, frá Húsaví­k.
 
Gengið á Sauðafell
Enn ein sigurgangan á fjöll í­ samstarfi við björgunarsveitina Núpa. Kiddi og Cristoph fóru á fjöll með unglingadeildina og að þessu sinni var gengið á Sauðafell, 697 metra hátt, ofan við Fjöll í­ Kelduhverfi. Hópurinn stóð sig vel því­ það var svo sannarlega á brattan að sækja. Það er góður undirbúningur fyrir lí­fið að læra að takast á við ögrandi aðstæður og sigra þær.

Göngugarpar
Yngsta stig og miðstig fóru í­ drjúga göngu um fallega náttúru í­ grennd skólans ásamt þeim Vigdí­si, Önku og Jenný, meðan unglingadeildin kleif fjöll.
 
Kær kveðja, Guðrún S. K.