Vel heppnuð haustgleði

Okkar árlega haustgleði var haldin í­ gær. Við vorum áfram á þjóðlegum nótum en að þessu sinni var þemað þjóðsögur og munnmælasögur við Öxarfjörð. Viðburðurinn var vel sóttur, hátt í­ 90 gestir. Í boði var þriggja rétta veislumáltí­ð þar sem nemendur unglingadeildar sáu um að þjóna til borðs og hafa ofan af fyrir gestum með skemmtiatriðum. Yfirkokkar hafa komið úr röðum foreldra og að þessu sinni tók Guðlaug Anna það að sér og hafði Tryggva Hrafn og Lottu sér til aðstoðar. Margir aðilar koma að þessum viðburði. Kennarar og nemendur við skólann, foreldrar aðstoða við matseld og frágang í­ lok kvöldsins og ekki má gleyma þeim aðilum sem styrkja nemendurna ýmist með vörum eða fjárupphæðum.
 
Haustgleðin er orðin einn af stærri fjáröflunum í­ ferðasjóð nemenda og hafa fyrirtæki og rekstraraðilar á svæðinu og okkar nágrenni tekið nemendum vel þegar þau hafa óskað eftir styrkjum. Það kostar vissulega sitt að halda fjölmenna stórveislu en það sem verður afgangs fer í­ ferðasjóð og styður að hægt verði að fara í­ veglegt skólaferðalag.
 
Við viljum þakka eftirtöldum aðilum sérstaklega fyrir stuðninginn:
Akursel ehf.
Kvenfélagið Stjarnan.
Rifós.
Gistiheimilið Kópasker.
Sel sf.
Daðastaðir.
Sælusápur.
Veiðifélag Brunnár.
Kvenfélag Öxfirðinga.
Kvenfélag Keldhverfinga.
Bí­laþjónusta Húasví­kur.
Magnaví­k
Hársker.
Innnes.
Papco.
Active North.
Hveravellir.
Verslunin Ásbyrgi.
Skerjakolla.
Skúlagarður.
Dettifoss guesthouse.
Ístrukkur.
Fjallalamb
Framsýn.
Norðurþing
 
Â