Verðlaun fyrir smásögu heim í­ Öxarfjarðarskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn, nemendur/ starfsfólk

Kennarasambandið og Heimili og skóli stóðu fyrir smásagnakeppni meðal leik- grunn- og framhaldsskólanemenda og voru verðlaun fyrir bestu smásögurnar veitt í­ gær, 5. október, á Alþjóðadegi kennara.

 Keppnisflokkar voru fjórir; leikskólinn, grunnskólinn - 1. til 6. bekkur, grunnskólinn 7. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. Þemað að þessi sinni var „kennarinn“.

 Það var hún Ásdí­s Einarsdóttir, nemandi í­ Öxarfjarðarskóla, sem sá og sigraði, í­ flokknum 1. til 6. bekkur,  fyrir söguna "Kennaradraugurinn". Við óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Â Í flokknum, Leikskólinn, var það Kjartan Kurt Gunnarsson, leikskólanum Barnabóli, Þórshöfn, sem hlaut verðlaun fyrir söguna "Kennari minn".

 Það er ekki að spyrja að Norður Þingeyingum og fámennu skólunum :-)

 Aðrir vinningshafar voru:             

Marta Ellertsdóttir, nemandi í­ Garðaskóla (7.-10. bekkur), fyrir söguna "Emelí­a og kennarinn".  

Dagný Gréta Hermannsdóttir, nemandi í­ Menntaskólanum í­ Kópavogi, fyrir söguna "Bananabrauð".

 Verðlaunasögurnar verða birtar í­ Skólavörðunni. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og dósent, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, dósenti á Menntaví­sindasviði HÍ, og Bryndí­si Jónsdóttur, framkvæmdastjória SAMFOKS.

 Verðlaunahafarnir fengu vandaða lestölvu frá BeBook og rafbók að eigin vali. 

 Úrslitin ásamt myndum er að finna á vef KÍ : http://ki.is/um-ki/utgafa/frettir/2886-urslit-i-smasagnasamkeppninni-gerd-kunn

 Kær kveðja,

Guðrún S. K.