Vorfagnaður, fimmtudaginn 28. mars, tókst glimrandi vel

Gengið að kræsingum.
Gengið að kræsingum.

Í gær, fimmtudaginn 28. mars var vorfagnaður Öxarfjarðarskóla og tókst vel til. Þau Gugga og Einar í­ Lóni héldu vel og örugglega utan um matseld með unglingunum og dyggri aðstoð Ágústu í­ Reistarnesi. Fórst þeim þetta vel úr hendi og maturinn gómsætur með afbrigðum, enda tóku gestir vel til matar sí­ns.

 

Skemmtiatriði tókust vel; myndir og myndbönd nemenda fóru upp á tjald, m.a. úr Þeystareykjaferð, reyndar spönnuðu myndböndin alla aldurshópa, alveg niður í­ leikskóla, eins var upplestur, tónlist, uppboð, kryddað leikrænum tilþrifum, á smí­ðisgripum unglingadeildar o.fl. Sérlega skemmtilegt kvöld og notaleg samvera. Við erum þakklát öllum sem komu að því­ að gera okkur þetta mögulegt; Foreldrum, nemendum, starfsfólki og ekki má gleyma gestum og styrktaraðilum. Nærsamfélagið er duglegt að sækja þenna viðburð. Takk fyrir skemmtilega samveru 😊 Thank you all for lovely evening.

Â