Í gær var Öxarfjarðarskóli settur og í dag komu nemendur í fyrsta kennsludag þessa skólaárs. Ekki var laust við að spenningur væri í hópnum enda alltaf gaman að koma saman, hitta vinina og hefja námið.
Síðastliðinn fimmtudag, 26.júní, stóð foreldrafélag skólans fyrir sumarhátíð leikskólans eins og verið hefur undanfarin ár. Hoppukastali var fenginn á svæðið sem vakti mikla lukku, börnin fengu andlitsmálningu og svo kom Ómar Gunnarsson á björgunarsveitarbílnum og sexhjól og gaf þeim tækifæri sem vildu að fara með sér smá hring. Síðan var sett upp hjólabraut og að lokum grillaðar pylsur.
Öxarfjarðarskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli auglýsir lausa stöðu matráðs fyrir næsta skólaár 2025-2026. Nemendur og starfsfólk eru alls um 80 manns. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs í 80% stöðu.