Í gærmorgun var tendrað á jólatrénu við skólann eins og venja er í upphafi aðventu og safnast þá bæði leik-og grunnskólanemendur þar saman. Þó fimbulkuldi biti í kinnar, létum við ekki deigan síga og sungum og dönsuðum í kringum tréð.
Í morgun fögnuðum við degi íslenskrar tungu (16.nóvember) og jafnframt 217 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar sem lagði sitt af mörkum til nýyrðasmíði á íslensku.