Starfsáætlun skólaársins 2025-2026 hefur verið tekin fyrir af skólaráði Öxarfjarðarskóla og Fjölskylduráði Norðurþings. Hana má finna hér á vefnum undir *Skólinn* > * Starfsáætlun*
Í morgun var tendrað á fallega jólatrénu sem hefur verið fenginn nýr staður og er núna á grasflötinni fyrir utan skólann.
Nemendur og leikskólabörn ásamt starfsfólki sungu nokkur jólalög í kringum tréð sem var hressandi í morgunsárið.
Föstudaginn 28.nóvember var árshátíð skólans haldin í Skúlagarði þar sem nemendur úr öllum deildum skólans stigu á svið ásamt elstu börnum leikskólans.