Lög foreldrafélags

Lög foreldrafélags Öxarfjarðarskóla og lög um nemendasjóð Öxarfjarðarskóla

Lög foreldrafélagsins

  1. grein: Foreldrafélagið heitir Foreldrafélag Öxarfjarðarskóla
  2. grein: Tilgangur félagsins er að efla og styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl á milli skóla og heimila.
  3. grein: Aðild að foreldrafélaginu eiga allir foreldrar barna í Öxarfjarðarskóla
  4. grein: Almennir fundir eru haldnir í nóvember og mars en síðan er notast við samfélagsmiðla fyrir frekari upplýsingagjöf
  5. grein: Aðalfundir eru haldnir í september. Á þeim er kosin ný stjórn ár hvert og 4 aðilar sitja í henni. Plön eru gerð fyrir starfsárið og allir foreldrar eru virkjaðir til þátttöku í viðburðum.
  6. grein: Rekstur foreldrafélagsins er í höndum stjórnar en stjórn er mynduð af foreldrum sem kosnir eru í stjórn.
  7. grein: Nemendasjóður leik-og grunnskólabarna er í umsjón stjórnar foreldrafélagsins. Um sjóðinn gilda sérstakar reglur.

Lög um nemendasjóð Öxarfjarðarskóla

  1. Heiti sjóðsins er: Nemendasjóður grunn-og leikskólabarna Öxarfjarðarskóla
  2. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að skemmtun, fræðslu og ferðalögum fyrir grunn-og leikskólabörn í Öxarfjarðarskóla
  3. Með stjórn sjóðsins fer foreldrafélag Öxarfjarðarskóla og gjaldkeri hefur umsjón með reikningum, greiðslu þeirra og bókhaldi.
  4. Fjáröflun fyrir sjóðinn er í höndum stjórnar foreldrafélagsins og nemendaráðs og byggist á söfnun dósa og talningu á þeim, sölu á salernispappír, aðgangseyrir á árshátíð skólan, sælgætis og jólakökusölu á jólamarkaði, spilakvöldum o.fl. Hver stjórn foreldrafélagsins sér um að leita nýrra fjáröflunarleiða.
  5. Ef óskað er úthlutunar af hálfu nemendaráðs eða öðrum fulltrúum frá grunnskólanum, skal það koma í formi umsóknar. Umsóknir þurfa að berast til stjórnar með minnst 4 daga fyrirvara. Tillögur að breytingum á reglum sjóðsins skal leggja fyrir aðalfund foreldrafélagsins.

Samþykkt á fundi foreldrafélagsins 26.11 2021.