Megin viðfangsefni skólaþjónustunnar er að styrkja skóla og starfsemi þeirra með skimunum, greiningum, ráðgjöf og eftirfylgni.
Með verklaginu skapast sterk tenging og virkt samband milli fjölskyldu, skóla, félags- og heilbrigðisþjónustu. Mál eru leyst með öflugri og virkri þátttöku starfsmanna við vinnslu mála frá upphafi, fjölbreyttum úrræðum beitt í samstarfinu. Unnið er eins nálægt barninu og fjölskyldunni og mögulegt er.
Foreldrar og þjónustuveitendur barna og ungmenna geta leitað til teymisins.
Hér eru hlekkir inn á helstu síður stoðþjónustu Norðurþings