Verði nemendur fyrir slysum í skólanum greiðir skólinn fyrstu meðhöndlun hjá lækni. Allir nemendur sem skráðir eru í grunnskóla og leikskóla eru tryggðir með slysatryggingu skólabarna hjá Vátryggingafélagi Íslands h.f - VÍS.
Hverjir eru vátryggðir? Slysatrygging skólabarna tekur til allra skólanemenda, sem eru skráðir í grunnskóla enda séu þessar stofnanir reknar af sveitarfélaginu. Aldur skólabarnsins skiptir ekki máli.
Hvenær gildir vátryggingin? Slysatrygging skólabarna gildir þann tíma sem skólinn er starfræktur. Er hér um að ræða venjulegan skólatíma og þess utan þann starfstíma sem ákvarðaður er af stjórnendum skóla og þessara stofnana.
Hvar gildir vátryggingin? Slysatrygging skólabarna tekur til hvers skólabarns sem verður fyrir slysi í skólanum og til eða frá heimili. Jafnframt gildir tryggingin á ferðalögum innanlands á vegum skólans hvert sem farið er og í hvaða skyni sem er.
Hvað felst í vátryggingunni? Slysatrygging skólabarna tekur til hvers skólabarns sem verður fyrir líkamstjóni eða dauða af völdum slyss, hvernig svo sem slysið ber að, hver svo sem á sök á því og hvort sem slysið verður við nám eða leik.
Vátryggingarfjárhæðir Hámarksfjárhæðir vegna andláts, örorku og slysakostnaðar koma fram á vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun.
Slysakostnaður - eigin áhætta Eigin áhætta í hverju einstöku tjóni vegna slysakostnaðar kemur fram á vátryggingarskírteini og/eða endurnýjunarkvittun. Slysakostnaður er eingöngu greiddur að því marki, sem hann fæst ekki greiddur úr öðrum vátryggingum eða Tryggingastofnun ríkisins. Fjárhæðir breytast í samræmi við framfærsluvísitölu.
Slysakostnaður. Með slysakostnaði er átt við útlagðan kostnað foreldra vegna bótaskylds slysaatburðar, t.d. óhjákvæmilegan ferðakostnað sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki. Afleiddur kostnaður, svo sem vinnutap foreldra, bætist ekki. Að öðru leyti gilda um tryggingu þessa almennir slysatryggingarskilmálar félagsins. Í löngu frímínútum kl.10:40-11:00 mega nemendur í 8.-10. bekk vera inni en aðrir eiga að vera utandyra og skólaliði og stuðningsfulltrúar sjá um gæslu
Helstu akstursleiðir eru:
Sigurður R Tryggvason: Kópasker-Lundur s: 820-4544
Kristinn Rúnar Tryggvason: Fjöll – Lundur s: 846-3835
Hafsteinn Hjálmarsson: Gilsbakki – Gilhagi – Hafrafellstunga-Lundur s: 897-2254
Stefán Leifur Rögnvaldsson: Raufarhöfn - Lundur s: 659-1433
Samþykktar af skólaráði, bílstjórum og skólayfirvöldum.
Skólastjóri og skólabílstjórar ákveða í sameiningu hvort skóli falli niður vegna veðurs. Skólabílstjórar koma skilaboðum til skólastjóra eins fljótt og unnt er, til að hægt sé að afboða skóla sem fyrst þann dag. Ef veðurútlit er slæmt fyrir næsta dag eru foreldrar beðnir að fylgjast með bæði með veðurspá og svo skilaboðum í tölvupósti og á heimasíðu skólans að morgni dags ef afboða þarf skóla eða seinka um tiltekinn tíma. Hafa skal veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands til hliðsjónar.
Ef um rauða veðurviðvörun er að ræða, verður ekki skólahald. Ávallt skal öryggi nemenda í skólabílnum haft að leiðarljósi.
Gott og heilsusamlegt mötuneyti er í skólanum þar sem eldað er á staðnum. Undanfarið hafa matseðlar verið teknir til endurskoðunar með tilliti til næringar barna á öllum aldri og reynt að er að fara eftir því sem Landlæknisembættið setur fram í viðmiðum. Kjöt er keypt úr heimahéraði og innlent grænmeti eins og kostur er. Ef nemendur eru með fæðuofnæmi eða óþol, þurfa foreldrar að skila inn vottorði þess efnis. Grunnskólanemendur borða í matsal ásamt starfsfólki. Leikskólabörn borða á tveimur stöðum; eldri börnin af Vinakoti í matsal skólans en þau yngri inni á leikskóladeild.
Morgunmatur er borinn fram í skólanum á milli kl. 9:20 og 9:40 en leikskólabörn fá morgunmat frá kl. 8:45 – 9:05. Hádegisverður er frá kl. 12:00 – 12:30 fyrir öll börn. Ávaxtastund í grunnskóladeild er kl. 14:30 í stað ávaxta með morgunmat. Upplýsingar um matseðla má finna hér á heimasíðu skólans og í Karellen fyrir leikskóladeildina.