Mati á skólastarfi er skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar og er unnið af starfsmönnum hennar. Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrár leik- og grunnskóla. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun.
Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Í gildandi lögum um leik- og grunnskóla er að finna ákvæði um mat á skólastarfi. Þar er megináhersla lögð á sjálfsmat skóla en jafnframt ber Menntamálaráðuneytinu að sjá til þess að fram fari ytra mat á starfsemi einstakra skóla eða á einstökum þáttum skólastarfs og jafnframt að úttekt sé gerð á sjálfsmatsaðferðum skóla.
Teymið sér um skipulag matsins og ber ábyrgð á framkvæmd þess, allt frá skipulagningu til eftirfylgni við umbætur, í samráði við skólastjóra og ráðgjafa Ásgarðs skólaþjónustu.
Það er metnaðarmál í Öxarfjarðarskóla að allir þættir mats á leik- og grunnskólastigi taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Gæðaviðmið skólans eru í vinnslu matsteymis og verða sett fram jafnóðum og þau eru klár og samþykkt, þau byggja á gæðaviðmiðum menntamálayfirvalda um gæða skólastarf. Innra mat er samofið ölllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið.
Innra mat skólans er skipulagt í langtímaáætlun um innra mat sem gildir frá 2019 til 2024.
Gæðaviðmið, tímaáætlun og yfirlit yfir mælitæki sem nýtt eru til að leggja mat á skólastarfið.
Gæðaviðmið um stjórnun
Gæðaviðmið um uppeldis- og menntastarf
Gæðaviðmið um leikskólabrag/mannauð/foreldrasamstarf
Gæðaviðmið um stjórnun og faglega forystu
Gæðaviðmið um nám og kennslu
Leikskólastig:
Grunnskólastig:
Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum.
Í júní ár hvert skilar Öxarfjarðarskóli sjálfsmatsskýrslu til fjölskylduráðs Norðurþings með tímasettri umbótaáætlun, fyrsta greinargerð í júní 2021.
Ytra mat
Haustið 2019 var framkvæmt ytra mat í Öxarfjarðarskóla á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélagið Norðurþing. Nú er umbótum lokið og skýrslu þess efnis hefur verið skilað til Menntamálastofnunar sem hefur samþykkt þær.