Litlu jólin voru haldin í leik- og grunnskóladeild í dag og héldum við fast í hefðirnar. Eldri og yngri börn eru pöruð saman til borðs við hátíðarmatinn í hádeginu.
Í aðdraganda jóla er margt sem leitar á hugann og okkur langar að gleðja aðra. Yngri deildin ákvað að gera góðverk og sendi eldri borgurum í Stóru Mörk litlar heimatilbúnar gjafir með fallegum skilaboðum.
Í gær voru jólatónleikar Tónlistarskólans haldnir í sal skólans og að venju var vel mætt. Sígild jólalög voru ýmist sungin eða spiluð við mikinn fögnuð viðstaddra.