Fréttir

Starfsfólk á skyndihjálparnámskeiði

Á starfsdögum í leik- og grunnskóla er boðið upp á endurmenntun sem er starfinu nauðsynlegt. Miðað er við að starfsfólk haldi þekkingu sinni við með því að fara á skyndihjálparnámskeið á 2ja ára fresti. Að þessu sinni fengum við hagnýtt námskeið sem Thomas Helmig sá um á vegum Rauða kross Íslands.

Laxakrufning í unglingadeild

Nemendur í unglingadeild eru í náttúrufræði þessa dagana að læra um fiska. Af því tilefni þótti rétt að fá fiskeldisfræðing í heimsókn til að fræðast meira um innyfli laxa og einnig var umræða tekin um fiskeldi.

Árdís Laura áfram í smásagnasamkeppni!

Við erum stolt af því að eiga nemanda sem tók þátt í smásagnasamkeppni Risastórra smásagna. Árdís Laura í 4.bekk sendi inn smásöguna sína "Vorsaga" inn í smásagnasamkeppnina og var sagan hennar valin áfram ein af 20 úr um 200 innsendum sögum.

Rauð veðurviðvörun

Á morgun er rauð veðurviðvörun vegna hvassviðris. Það verður í höndum skólabílstjóra að meta hvort þeir treysta sér til að aka.

Þorrablót Öxarfjarðarskóla

Síðastliðinn fimmtudag, 30.janúar var haldið þorrablót í skólanum og foreldrum boðið að taka þátt. Nemendur sáu bæði um veislustjórn og skemmtiatriði.

Grunnþættir menntunar í leikskóladeild

Gaman að sjá hvernig árstíðirnar breyta umhverfinu.

Litlu jólin - Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í leik- og grunnskóladeild í dag og héldum við fast í hefðirnar. Eldri og yngri börn eru pöruð saman til borðs við hátíðarmatinn í hádeginu.

Góðverk yngri deildar

Í aðdraganda jóla er margt sem leitar á hugann og okkur langar að gleðja aðra. Yngri deildin ákvað að gera góðverk og sendi eldri borgurum í Stóru Mörk litlar heimatilbúnar gjafir með fallegum skilaboðum.

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Í gær voru jólatónleikar Tónlistarskólans haldnir í sal skólans og að venju var vel mætt. Sígild jólalög voru ýmist sungin eða spiluð við mikinn fögnuð viðstaddra.

Síðasti samsöngur ársins

Í morgun var síðasti samsöngur þessa árs og eru það jólalögin sem eru efst á baugi.