Fréttir

Skóladagatöl 2024-2025

Skóladagatöl leik- og grunnskóla næsta skólaárs 2024-2025 voru til umfjöllunar og samþykktar í skólaráði Öxarfjarðarskóla. Þau voru síðan tekin fyrir á fundi Fjölskylduráðs Norðurþings þann 16.apríl sl og samþykkt.

Skoffín og skringilmenni

Í dag fengum við góða gesti, leikhóp sem kallar sig “Hnoðri í norðri. Leikhópurinn setti upp sýninguna Skoffín og skringilmenni fyrir 1. – 7. bekk þar sem áhersla var á drauga og huldufólk.

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli leitar eftir áhugasömum kennurum til starfa næsta vetur.

Niðurstöður foreldrakönnunar leikskólabarna o.fl

Í mars var lögð könnun fyrir foreldra leikskólabarna um leikskólastarfið.

Vorgleði Öxarfjarðarskóla

Vorgleði Öxarfjarðarskóla verður haldin fimmtudaginn 21.mars og hefst kl 17:15 með kynningum yngri deildar á verkefnum þeirra um eldgos.

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Í dag kom Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings í heimsókn og færði Árdísi Lauru Árnadóttur í 3. bekk verðlaun þar sem hennar nafn var dregið út í árlegri eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur veg og vanda að.

Dýrmætur stuðningur

Kvenfélögin þrjú; Stjarnan, Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga eru dyggir stuðningsaðilar skólans. Fyrir skemmstu gáfu þau leik- og grunnskóladeildum hávaðamæla sem hjálpa til við að halda hávaða í skefjum. Þar að auki gaf Kvenfélag Keldhverfinga skólanum spil til að auka á fjölbreytni í frímínútum og frístund. Við erum virkilega þakklát kvenfélögunum fyrir góðvild og stuðning í garð skólans.

Góður árangur í Lesfimi

Öflugt samstarf heimila og skóla skilar sér í góðum árangri í lesfimi nemenda

Þorrablót haldið í dag

Í dag var haldið þorrablót í skólanum. Ákveðið var að gefa nemendum svolitla innsýn inn í það hvernig þorrablót eru haldin hjá landanum með gleði, söng og glensi.

Samverudagur á Raufarhöfn

Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans skemmtilega og vel heppnaða ferð til Raufarhafnar sem er liður í samstarfi meðal skólanna.