16.01.2026
Í vikunni fengum við heimsókn og fræðslu frá samfélagslögreglunni. Þeir sögðu frá starfinu og ræddu einnig við nemendur um notkun samfélagsmiðla, útivistarreglur, aðgát við umferðargötur og reglur í sambandi við hjól og notkun hjólahjálma. Nemendur voru duglegir að spyrja og fengu einnig að skoða vesti lögreglumannanna og handjárnin sem þóttu mjög spennandi. Gaman að fá lögregluna í heimsókn.
12.01.2026
Nýjar gjaldskrár hafa tekið gildi frá og með 1.janúar 2026 og birtar á heimasíðu Norðurþings
19.12.2025
Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg með hátíðarmat, stofujólum og dansi í kringum jólatréð. Foreldrar og aðrir aðstandendur komu og tóku þátt í gleðinni á jólaballinu. Að venju litu jólasveinarnir við hjá okkur og vöktu kátínu ungra sem aldinna.
11.12.2025
Í gær var haldinn árlegur jólaföndurdagur í skólanum þar sem nemendur, starfsfólk, foreldrar, afar og ömmur komu saman og áttu góða stund við föndur og spjall.
02.12.2025
Starfsáætlun skólaársins 2025-2026 hefur verið tekin fyrir af skólaráði Öxarfjarðarskóla og Fjölskylduráði Norðurþings. Hana má finna hér á vefnum undir *Skólinn* > * Starfsáætlun*
02.12.2025
Í morgun var tendrað á fallega jólatrénu sem hefur verið fenginn nýr staður og er núna á grasflötinni fyrir utan skólann.
Nemendur og leikskólabörn ásamt starfsfólki sungu nokkur jólalög í kringum tréð sem var hressandi í morgunsárið.
01.12.2025
Föstudaginn 28.nóvember var árshátíð skólans haldin í Skúlagarði þar sem nemendur úr öllum deildum skólans stigu á svið ásamt elstu börnum leikskólans.
26.11.2025
Sjáumst í Skúlagarði föstudaginn 28.nóvember kl. 17:00
21.11.2025
Síðustu vikur hafa litast af undirbúningi árshátíðar skólans sem haldin verður í Skúlagarði föstudaginn 28.nóvember kl. 17:00.
Nemendur og kennarar hafa haft í nógu að snúast við að útbúa leikmyndir, leikmuni, búninga en ekki síst æfingar á textum og lögum.
18.11.2025
Úrslit Svakalegu lestrarkeppninnar liggja fyrir og hafnaði Öxarfjarðarskóli í 7. sæti af 20! Vel gert hjá okkar nemendum.
Í gær héldum við upp á Dag íslenskrar tungu sem markar jafnframt upphafið að æfingum á vönduðum upplestri í takti við Stóru upplestrarkeppnina.
Við munum síðan halda okkar eigin uppskeruhátíð á vordögum.