Fréttir

Nemandi skólans í 6.sæti í Pangea stærðfræðikeppni

Jón Emil Christophsson náði 6. sæti af 2246 nemendum sem tóku pátt í 8. bekk. Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með nema meðal efstu 10 en Björn Ófeigur hafnaði í 10. sæti í fyrra. Jón Emil náði 30 stig í úrslitum en sigurvegarinn fékk 36 stig. Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Myndbönd frá Vorgleði og samstarfsdegi skólanna

Búið er að setja inn myndbönd undir flipann *Nemendur* > myndbönd frá Vorgleði 2024 og eins kynningarefni nemenda frá samstarfsdegi skólanna frá 30.apríl sl.

Síðasti samsöngur skólaársins

Í morgun var síðasti samsöngur skólaársins.

Skemmtilegur samstarfsdagur skólanna

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn en það voru nemendur Grunnskóla Raufarhafnar sem kíktu til okkar ásamt starfsfólki. Dagurinn var skipulagður sem uppbrotsdagur og talsvert var lagt upp með að hrista hópinn saman í leik og starfi.

Skóladagatöl 2024-2025

Skóladagatöl leik- og grunnskóla næsta skólaárs 2024-2025 voru til umfjöllunar og samþykktar í skólaráði Öxarfjarðarskóla. Þau voru síðan tekin fyrir á fundi Fjölskylduráðs Norðurþings þann 16.apríl sl og samþykkt.

Skoffín og skringilmenni

Í dag fengum við góða gesti, leikhóp sem kallar sig “Hnoðri í norðri. Leikhópurinn setti upp sýninguna Skoffín og skringilmenni fyrir 1. – 7. bekk þar sem áhersla var á drauga og huldufólk.

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli leitar eftir áhugasömum kennurum til starfa næsta vetur.

Niðurstöður foreldrakönnunar leikskólabarna o.fl

Í mars var lögð könnun fyrir foreldra leikskólabarna um leikskólastarfið.

Vorgleði Öxarfjarðarskóla

Vorgleði Öxarfjarðarskóla verður haldin fimmtudaginn 21.mars og hefst kl 17:15 með kynningum yngri deildar á verkefnum þeirra um eldgos.

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Í dag kom Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings í heimsókn og færði Árdísi Lauru Árnadóttur í 3. bekk verðlaun þar sem hennar nafn var dregið út í árlegri eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur veg og vanda að.