Fréttir

Trunt, trunt, tröll og aðrar landsins vættir

Í fyrradag fékk unglingadeildin skemmtilega heimsókn - farandverkefni á vegum Listfræðsluverkefni Skaftfells - sem kennt var af Solveigu Thoroddsen. Verkefnið miðast að því að gefa þátttakendum tækifæri til að vinna með innsetningarlist sem form þar sem notast er við mismunandi miðla eins og ljósmyndun og skúlptúrgerð til að búa til innsetningu í rými.

Laugamót

Þann 27.september sl. var haldið árlegt grunnskólamót á Laugum og fóru nemendur 7.-10.b ásamt nemendum frá Grunnskóla Raufarhafnar saman ásamt kennurum sínum.

Gjöf til leikskólans

Okkur barst skemmtileg gjöf í leikskólann frá Unni í Klifshaga. Hún prjónaði nokkur vettlingapör sem eru þá til aukalega og geta nýst ef vettlingar barnanna eru blautir eða gleymast heima. Gjöfin er til minningar um þær Huldu Þórarinsdóttur og Laufeyju Bjarkadóttur í Hafrafellstungu. Við þökkum fyrir hlýhug og velvild í garð skólans og greinilegt að bakhjarlar okkar leynast víða.

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í dag hlupu nemendur skólans hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ og í heildina voru það 201 km sem þau hlupu þannig að hver nemandi hljóp að meðaltali 5,9 km - vel gert hjá okkar fólki!

Foreldrafundur haldinn í síðustu viku

Foreldrafundur var haldinn í síðustu viku, þann 26.september og var vel mætt enda boðið upp á dýrindis veitingar og áhugaverða dagskrá.

Dagur íslenskrar náttúru

Í gær, á Degi íslenskrar náttúru, fögnuðum við í Öxarfjarðarskóla með því að efna til ratleikjar meðal allra nemenda grunnskólans. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu í sameiningu að leysa þrautir sem búið var að hengja upp hér og þar í nágrenni skólans.

List fyrir alla - Svakalegar sögur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá listaverkefninu List fyrir alla þar sem þær Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir teiknari héldu skemmtilega kynningu fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.

Valfög á haustönn

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla skal þess gætt að jafnvægi ríki milli bóklegra og list-og verkgreina og ekki halli á verklegt nám. Þrátt fyrir smæð skólans getum við boðið upp á býsna fjölbreytt úrval af valgreinum fyrir mið-og unglingastig sem eru á stundaskrá tvisvar í viku.

Skólasetning og fyrsta vikan

Öxarfjarðarskóli var settur sl. þriðjudag 20.ágúst. Í ár verða nemendur alls 61 í samreknum leik- og grunnskóla - þar af 38 grunnskólabörn.

Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu

Í gær opnaði sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu. Á sýningunni eru verk nemenda í Öxarfjarðarskóla sem voru hluti af sýningunni Eldur, ís og mjúkur mosi en það var samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúruminjasafns Íslands, grunn- og leikskóla í nágrenni þjóðgarðsins, og breiðs hóps hönnuða og listafólks í heimabyggð skólanna. Jenny Please vann verkið með nemendum frá 1.-10. bekk. í Öxarfjarðarskóla