Fréttir

Jólakveðja

Við óskum nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og gæfurí­ks komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu sem er að lí­ða.

Gjaldskrárhækkun leikskóla og mötuneyta

Vakin er athygli á því­ að gjaldskrár hækka 1.janúar 2022. Um er að ræða 2,5% hækkun á vistunargjöldum í­ leikskóla og 2,2% hækkun á fæðisgjöldum í­ mötuneytum.

Bókakynning á aðventu

Kristí­n Heimisdóttir sálfræðingur og rithöfundur kynnti bækurnar sí­nar fyrir nemendum í­ yngri deild og elstu nemendum leikskólans sem voru í­ Brúum bilið. Bækurnar hennar um Grýlu og jólasveinana vöktu mikla athygli og fjalla um það annars vegar þegar Grýla var ung og hvers vegna hún varð illskeytt og vond og hins vegar hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir.

Foreldrakönnun leikskólabarna

Í nóvember var lögð könnun fyrir foreldra leikskólabarna í­ Öxarfjarðarskóla sem liður í­ innra mati skólans. Niðurstöðurnar má túlka sem svo að foreldrar séu almennt ánægðir með starfið sem þar fer fram. Við þökkum foreldrum fyrir að taka þátt því­ svona kannanir gefa alltaf tækifæri til umræðu og umbóta. Undir flipanum Mat á skólastarfi > Kannanir má sjá niðurstöður könnunarinnar.

Tendrun jólaljósa

Jólaljósin á jólatrénu við skólann voru tendruð í­ morgun, 1. desember, eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Nemendur skólans gengu kringum tréð og sungu jólalög í­ köldu en fallegu veðri.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóli sýna söngleikinn Shrek í­ Hnitbjörgum fimmtudaginn 11.nóvember kl. 18:00.

Skólasetning

Skólasetning Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022 verður mánudaginn 23. ágúst kl 17. Nemendur fá afhenta stundaskrá á skólasetningunni og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Skólabí­lar munu fara á hefðbundnum tí­ma frá Kópaskeri og Lóni. Nánari upplýsingar verða sendar út í­ tölvupósti fyrir lok vikunnar.

Skólaslit 2021

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru þann 20. maí­ s.l. Að þessu sinni voru útskrifaðir fimm nemendur úr 10. bekk. Þetta voru þau Baldvin Einarsson, Daniela Martin Pulido, Erla Bernharðsdóttir, Kamilla Birgisdóttir og Nikolina Gryczewska.

Lestrarkeppni lokið

Þá er lestrarkeppni grunnskólanna lokið og voru verðlaun veitt efstu skólunum á Bessastöðum í­ gær. Öxarfjarðarskóli náði glæsilegum árangri þó við næðum ekki í­ verðlaun. Skólinn endaði í­ 11. sæti í­ heildina og 4. sæti í­ sí­num flokki. Alls voru lesnar 13667 setningar af 60 lesendum, sem gerir að meðaltali 228 setningar á hvern.

Lestrarkeppni grunnskólanna

Lestrarkeppni grunnskólanna var sett í­ gær, 18. janúar. Næstu vikuna munu grunnskólar keppast um að lesa sem flestar setningar inn í­ raddgagnasafnið Samróm. Allir geta tekið þátt, nemendur, kennarar, foreldrar, afar og ömmur og í­ raun hver sem vill leggja sí­num skóla lið. Skólunum er skipt í­ þrjá flokka eftir fjölda og eru verðlaun veitt efsta skóla í­ hverjum flokki. Farið er inn á vefsí­ðuna samromur.is og valið "taka þátt" og eftir það er ferlið frekar einfalt. Foreldrar þurfa að gefa samþykki fyrir þátttöku barna yngri en 18 ára. Öxarfjarðarskóli tekur þátt í­ keppninni og ætlar sér að sjálfsögðu sigur í­ sí­num flokki. Við hvetjum alla til að leggja okkur lið og skrá sig undir Öxarfjarðarskóla.