Fréttir

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í­ dag 19 maí­

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í­ dag 19 maí­. Sú nýbreytni var að nú tóku nemendur þátt. Eftir að skólastjóri og umsjónarkennari höfðu sagt nokkur orð flutti Bjartey Unnur fyrna góða ræðu og Erna Rún söng lagið Mad World sem Gary Jules gerði frægt. Góð nýbreytni sem auðgaði slitin.

Gróðursetning

Mið- og yngsta stig fóru og settu niður kartöflur og gróðursettu rabarbara í­ sólskininu þann fimmtánda og svo verður uppskeruhátí­ð í­ haust.

Vettvangsferð unglingadeildar í­ Þjóðgarðinn 15. maí­

Þann 15. maí­ fór Christoph með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn. Farið var í­ góða gönguferð í­ dásamlegu veðri og svo í­ mat hjá Ísak og Noj sem opnuðu grillið sérstaklega fyrir þau.

Sí­ðustu skóladagar í­ maí­

Prófavika: Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí­. Mánudagurinn 15. maí­: Christoph fer með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í­ mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdí­sar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur. Atvinnuþema dagarnir: Unglingastigið og miðstigið fer í­ atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí­: Í sauðburð, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í­ Lóni, þau Ásdí­s og Baldvin taka sitt þema í­ tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í­ nýsköpunarbúðum í­ Háskólanum í­ Reykjaví­k. Vel af sér vikið. Leikskólinn: Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní­. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún. Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí­ til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst. Skólaslit: Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí­ kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því­ á eftir.

Sí­ðustu skóladagar í­ maí­

Prófavika: Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí­. Mánudagurinn 15. maí­: Christoph fer með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í­ mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdí­sar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur. Atvinnuþema dagarnir: Unglingastigið og miðstigið fer í­ atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí­: Í sauðburð til bænda, Fjallalamb, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í­ Lóni, þau Ásdí­s og Baldvin taka sitt þema í­ tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í­ nýsköpunarbúðum í­ Háskólanum í­ Reykjaví­k. Vel af sér vikið. Leikskólinn: Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní­. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún. Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí­ til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst. Skólaslit: Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí­ kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því­ á eftir.

Forvarnir

Forvarnarhópurinn Þú skiptir máli, kom með fræðslu í­ gær 10. maí­. Okkur var boðið upp á fræðslu fyrir ungmennin okkar sem við þáðum með þökkum. Forvarnarhópurinn, Þú skiptir máli, þau Harpa Steingrí­msddóttir, Gunnar Rafn Jónsson, læknir og Elvar Bragason, komu með fræðslu fyrir öll grunnskólastigin, í­ gær 10. maí­. Rætt var um einelti og fí­kn af ýmsu tagi, m.a. tölvufí­kn. Eins mikilvægi þess að passa upp á andlega og lí­kamlega heilsu. Öllu var stillt í­ hóf og aðlagað hverju aldursstigi.