Fréttir

Fréttakorn Öxarfjarðarskóla

Nú heilsar fréttabréf nr. 2 á þessu ári og kominn tími til!

 

Ýmislegt hefur á daga okkar drifið að undanförnu og ætlum við að gera því nokkur skil í hér að neðan

Bollu- og blómasala

María og Magga í bollusölu í Ásbyrgi9. og 10. bekkur stóðu fyrir rjómabollu- og blómasölu í tilefni bolludags og konudags til að safna upp í fyrirhugaða Danmerkurferð. Síðast liðinn föstudag voru þau með bollukaffi hjá Ísak í Ásbyrgi og buðu fólki að kaupa blómvendi.
Á laugardaginn var svo gengið í hús með blóm á Kópaskeri og voru viðtökurnar svo góðar að allir blómvendirnir kláruðust í þorpinu nema einn sem fór í Hjarðarási. Við áttum alls ekki von á að þessir 40 vendir sem við fengum á góðu verði frá Kristínu og Sam seldust svona hratt og vel. Við verðum að biðja þá afsökunar sem bjuggust við heimsókn frá blómasölufólki en fengu ekki. Vonandi að enginn hafir lent í vandræðum vegna þess...
Í gær, bolludag, var svo bollukaffi í Bakka á Kópaskeri.

Blómvendirnir voru glæsileirVið viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem styrkt hafa ferðina með einum eða öðrum hætti og tekið krökkunum vel í þeirra fjáröflunum. Sérstakar þakkir fá Ísak og Kristbjörg og Óli fyrir aðstöðu og lipurð við kaffisölur krakkanna.

Það er ljóst að þessi ferð kemur til með að verða dýrari en sú sem farin var fyrir tveimur árum. Það er því ljóst að enn vantar nokkuð upp á til að hafa upp í kostnað og þannig gera öllum nemendum 9. og 10. bekkjar fært að fara með nú á tímum efnahagsþrenginga. Það er því ánægjulegt að fólk í samfélaginu okkar skuli vilja leggja krökkunum lið.

Kærar þakkir.