Fréttir

Jólakveðja

Við óskum nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og gæfurí­ks komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu sem er að lí­ða.

Gjaldskrárhækkun leikskóla og mötuneyta

Vakin er athygli á því­ að gjaldskrár hækka 1.janúar 2022. Um er að ræða 2,5% hækkun á vistunargjöldum í­ leikskóla og 2,2% hækkun á fæðisgjöldum í­ mötuneytum.

Bókakynning á aðventu

Kristí­n Heimisdóttir sálfræðingur og rithöfundur kynnti bækurnar sí­nar fyrir nemendum í­ yngri deild og elstu nemendum leikskólans sem voru í­ Brúum bilið. Bækurnar hennar um Grýlu og jólasveinana vöktu mikla athygli og fjalla um það annars vegar þegar Grýla var ung og hvers vegna hún varð illskeytt og vond og hins vegar hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir.

Foreldrakönnun leikskólabarna

Í nóvember var lögð könnun fyrir foreldra leikskólabarna í­ Öxarfjarðarskóla sem liður í­ innra mati skólans. Niðurstöðurnar má túlka sem svo að foreldrar séu almennt ánægðir með starfið sem þar fer fram. Við þökkum foreldrum fyrir að taka þátt því­ svona kannanir gefa alltaf tækifæri til umræðu og umbóta. Undir flipanum Mat á skólastarfi > Kannanir má sjá niðurstöður könnunarinnar.

Tendrun jólaljósa

Jólaljósin á jólatrénu við skólann voru tendruð í­ morgun, 1. desember, eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Nemendur skólans gengu kringum tréð og sungu jólalög í­ köldu en fallegu veðri.