Fréttir

Félagsvist nemenda

Verðlaunahafar í félagsvist á KópaskeriNemendur 9. og 10. bekkjar héldu félagsvist í gær, þriðjudag á Kópaskeri. Áður höfðu þau haldið félagsvist í Skúlagarði þann 19. mars.

Það er ánægjulegt hvað nágrannar okkar af Tjörnesinu voru dulgegir að mæta á bæði spilakvöldin og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir það.

Vinningshafa á félagsvist í SkúlagarðiÍ Skúlagarði var spilað á níu borðum og á Kópaskeri var spilað á sjö borðum. Það hefði verið gaman að sjá meira af heimafólki á spilakvöldinu í gær en Tjörnesingar og vegavinnufólk björguðu því að það tókst að fylla sjö borð.

Myndir frá félagsvist í Skúlagarði og á Kópaskeri.

Félagsvist 9. og 10. bekkjar

Í kvöld, þriðjudag 28. apríl, munu nemendur 9. og 10. bekkjar standa fyrir félagsvist í skólanum á Kópaskeri.
Byrjað verður að spila kl. 19:30 og er þátttökugjald 500 kr.
Sjoppa verður á staðnum þar sem hægt verður að kaupa kaffi, gos og sælgæti í hléi.

Ágóði rennur í ferðasjóð vegna fyrirhugaðar Danmerkurferðar í vor.

Vinningar eru í boði Símans.

Vonumst til að sjá sem flesta til að eiga saman skemmtilega kvöldstund.

Sí­ðasta fimleikaæfingin

Á miðvikudaginn, 22. apríl, var síðasta fimleikaæfing vetrarins. Aðalsteinn Örn á Víkingavatni hefur haldið utan um þessar æfingar í vetur. Þennan seinasta dag var foreldrum og öðrum sem vildu boðið að koma og horfa á og taka þátt í ýmsum æfingum með börnunum.

Hér er hægt að skoða myndir sem Fljóða tók.

Sumardagurinn fyrsti

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_07-08/Sumardagurinn_fyrsti/mynd_59.JPGÁ morgun, sumardaginn fyrsta, er frídagur í skólanum.
Við viljum minna á að í skólahúsinu á Kópaskeri verður dagskrá með líku sniði og hefð hefur komist á undanfarin ár. Þar verður sameiginleg handverkssýning nemenda grunnskólanna, eldri borgara og kvenfélagsins Stjörnunnar. Einnig verður tónlistarskólinn með sína vortónleika.
Nemendur 9. og 10. bekkjar verða með vöfflukaffi til fjáröflunar fyrir Danmerkurferð í vor.
Hvetjum alla sem geta til að mæta og sjá það glæsilega handverk sem er verið að vinna hér á svæðinu, hlýða á tónlist og fá sér smá sumarkaffi.

Hér er hægt að sjá myndir frá deginum í fyrra.

Stóra upplestrarkeppnin

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_08-09/Stora_upplestrarkeppnin/upplestrarkeppni_046.jpgStóra upplestrarkeppnin var haldin á Raufarhöfn í gær, eftir að hafa verið frestað í mars vegna veðurs. Þar mættu nemendur skólanna í norður sýslunni og reyndu með sér í upplestri.
Frá Öxarfjarðarskóla fóru þrír þátttakendur, þau Björg Dúa Guðmundsdóttir, Nareerat Kanram og Snæþór Aðalsteinsson. Að auki fóru þær systur frá Fjöllum; María Dís sem kynnti milli atriða og Þórdís Alda sem lék nokkur lög á þverflautu.
Undanfarin ár hafa nemendur af skólasvæðinu við Öxarfjörð verið í einhverjum af þremur efstu sætunum og sú varð raunin þetta árið líka.
Í fyrst sæti lenti Rósa Björg frá Grunnskólanum á Raufarhöfn, í öðru sæti lenti Snæþór Aðalsteinsson úr Öxarfjarðarskóla og í þriðja sæti lenti Rögnvaldur Viðar Friðgeirsson úr Kópaskersskóla. Við óskum þeim og öðrum þeim sem komu fram til hamingju með glæsilega frammistöðu.

Myndir frá keppninni er hægt að sjá hér
en þær tók Guðrún S. K.