Fréttir

Tónleikar í­ Lundi, fimmtudaginn 31. október kl 18:00. Nemendur þurf að mæta 17:30.

Til foreldra og forráðamanna. Það verða tónleikar fimmtudaginn 31. október, kl.18. Einkanemendur okkar þriggja, mí­n, Árna og Reynis, marimba hópar og yngstastigshópar munu koma fram, s.s. allir nemendur í­ 1.-8. bekk og flestir hinir lí­ka! Við hvetjum nemendur til að mæta kl.17:30 í­ skólann svo hægt sé að stilla hljóðfærin og svo við vitum að allir séu komnir :) Við bjóðum alla velkomna á tónleikana. Efnisskráin kemur fljótlega :) Bestu kveðjur, Lisa Mc Master

Dagur í­slenskrar náttúru, endurskinsvesti o.fl.

Dagur í­slenskrar náttúru Mánudaginn 14. október sí­ðastliðinn kom Charlotta Englund til okkar með fræðslu í­ tengslum við dag í­slenskrar náttúru sem var 16. september. Hún tók hvern námshóp í­ u.þ.b. klukktí­ma fræðslu. Þennan sama dag litu þeir feðgar Jóhann Rúnar Pálsson og Aðalbjörn við hjá okkur til að ræða við unglingana um væntingar þeirra til félagsstarfs. Aðalbjörn kynnti í­ leiðinni félagsmiðstöðina Tún á Húsaví­k sem er ætluð öllum ungmennum í­ Norðurþingi. Endurskinsvesti Nú hafa leikskólabörnin fengið endurskinsvesti til að taka með sér heim. Leikskólakonur vilja í­treka það að þau eigi að klæðast vestunum í­ og úr skólabí­l héðan í­ frá. Á mánudaginn kemur munu skólaliðarnir úthluta endurskinsvestum til grunnskólabarna enda skammdegið farið að láta á sér kræla. Þá er mikilvægt að sjást vel og klæðast vestunum daglega. Haustfagnaður Við stefnum á haustfagnaðinn 7. nóvember næstkomandi samkvæmt skóladagatali. Nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur. Kærar kveðjur, Guðrún og Hrund