Fréttir

Bókagjöf Kvenfélags Keldhverfinga til Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóla barst kærkomin gjöf frá Kvenfélagi Keldhverfinga, nýjar vel valdar bækur á öll stig. Það er mikilvægt að endurnýja inn í­ bókakostinn en ekki alltaf mikið svigrúm fyrir skólann að gera það og við þökkum Kvenfélagi Keldhverfinga kærlega fyrir. Kvenfélögin okkar þrjú hér í­ Öxarfirðihafa lagt sig fram um að bæta búnað skólans og er það þeim að þakka að nú er kominn skjávarpi í­ stofur allra stiga grunnskóladeildar. Sá sí­ðasti var settur upp nýlega og mikil ánægja með það. Þetta auðveldar okkur að nýta stafrænt námsefni fyrir nemendur.