Góðir gestir
11.01.2011
Í dag komu góðir
gestir færandi hendi til okkar í skólann. Það voru þau Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuveitu
Húsavíkur, og Bergur Elías sveitarstjóri. Þau afhentu öllum nemendum endurskinsmerki frá orkuveitunni og um leið afhenti Guðrún Erla
nöfnu sinni Guðrúnu skólastjóra 100.000 kr peningagjöf frá orkuveitunni.
Þetta var höfðingleg gjöf sem við erum afar þakklát fyrir. Peningunum verður ráðstafað í kaup á búnaði sem mun koma nemendum til góða.