20.05.2016
Öxarfjarðarskóla var slitið í dag, 20. maí.
13.05.2016
Veðurmælingar miðdeildar:
Miðdeildin hefur verið að fást við veðurmælingar með Önku og notið útiveru um leið.
Vettvangsskoðun yngsta stigs:
Yngsta stig fór í fjárhúsin hjá Sigurði Tryggva og litu á sauðburðinn og litlu lömbin vöktu óskipta athygli hjá þeim.
Leikskólinn:
Starfsfólk leikskóladeilda hefur lagt áherslu á útiveru og hreyfingu og leikskólabörnin verið ótrúlega dugleg í gönguferðum.
13.05.2016
Christoph fór með unglingadeildina í Akurgerði. Ungmennin höfðu undirbúið skil á skógræktarverkefni sem þau svo skiluðu af sér í skógínum. Þetta tókst vel og skemmtilega og var drjúg útivera um leið.
13.05.2016
Haldið var landshlutamót á Húsavík 6.-8.maí, þar sem björgunarsveitir af Norðurlandi sameinuðust með sína ungliða við störf og leik. Þar var m.a. sigið, siglt og farið í uppbyggjandi leiki. Kristján Ingi fór að sjálfsögðu með vaskan hóp frá okkur sem kom sáttur og ánægður heim að loknu móti.
13.05.2016
Atvinnuþema og skólaslit
Atvinnuþema er dagana 17., 18. og 19. maí. Skólaslit verða föstudaginn 20. maí kl 17:30.
12.05.2016
Öxarfjarðarskóli - er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 40 nemendur.
Við leitum eftir íþróttakennara sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans.
Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.
Meðal kennslugreina eru: íþróttakennsla og almenn bekkjarkennsla á yngsta stigi. Hæfnipróf í sundkennslu og þekking á Byrjendalæsi er mikilvægt.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2016.
Einnig leitum við eftir leikskólakennara eða starfsmanni við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri. Þekking á leikskólstarfi æskileg.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2016.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri.
Sími 4652246 e-mail gudrunsk@nordurthing.is
10.05.2016
Í dag, þriðjudaginn 10. maí, færði Stefán Leifur Rögnvaldsson Öxarfjarðarskóla bókina Land og fólk, byggðasögu Norður- Þingeyinga, að gjöf frá Búnaðarsambandi Norður- Þingeyinga. Gaman að fá þennan fróðleik í hús og við kunnum Búnaðarsambandi Norður- Þingeyinga bestu þakkir fyrir.
09.05.2016
Kæru foreldrar/forráðamenn
Bleikja í boði Silfurstjörnunnar í dag 9. maí 2016
Þegar Olga Gísladóttir, fyrir hönd Silfurstjörnunnar, hafði samband við matráð, Huldu Hörn og bauð skólanum okkar bleikju í matinn, var það þegið með þökkum. Bleikjan rann ljúflega niður í hádeginu og við kunnum Silfurstjörnunni bestu þakkir fyrir.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.