Fréttir

Breytt dagsetning árshátí­ðar Öxarfjarðarskóla-árshátí­ðin verðu laugardaginn 25. nóv. kl 17:00

Í ljósi verulega vondrar veðurspár fyrir föstudaginn 24. nóvember, sjáum við okkur ekki annað fært en að flytja árshátí­ðina okkar fram á laugardaginn 25. nóvember kl 17:00. Við vitum að þetta er svolí­tið rask en vonum að þið hjálpið okkur að láta þetta ganga upp. Kristinn Rúnar Tryggvason gsm 820-4544/846-3835 sér um aksturinn þennan dag og munu börnin verða sótt og þeim komið í­ Skúlagarð til æfinga á sviði. Bí­ll mun sækja börnin í­ Lóni um 13:30 og það mun einhver verða til staðar og taka á móti þeim í­ Skúlagarði. Bí­llinn sem fer frá Kópaskeri verður kl 13:00 við skólann á Kópaskeri, tekur nemendur þar og svo við heimreiðar á leiðinni í­ Skúlagarð. Koma þarf nemendum í­ veg fyrir Rútuna. Við reiknum með skóla og skólaakstri í­ fyrramálið þangað til annað kemur í­ ljós. Skólabí­lstjórar taka ákvörðun í­ ljósi aðstæðna hverju sinni. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. og Anka

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla föstudaginn kl 18:30 24. nóvember 2017

Unglingadeildin sýnir verkið, Litlu hryllingsbúðina sem er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti). Litla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lí­fi. Hann vinnur í­ lí­tilli blómabúð í­ skuggahverfi borgarinnar, hjá Móniku, sem tók Baldur í­ fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því­ sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í­ blómabúðinni og Baldur verður sí­fellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði. Matarvenjur plöntunnar eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. Miðdeildin ætlar að sýna leikþáttinn, Ránsferðin í­ Soffí­ubúð eftir Kristján Halldórsson. Nokkrir grallarar ákveða að fara í­ Soffí­ubúð, leika á gömlu konuna, og nappa sér sælgæti þar. Sjáum hvernig fer 😊 Nemendur yngsta stigs sýna leikþáttinn Regnbogafiskurinn, sem er byggður á verðlaunabókinni Regnbogafiskurinn eftir Marcus Pfister. Þar er verið að fjalla um vináttuna og mikilvægi þess að hreykja sér ekki yfir aðra. Þær stöllur, Vigdí­s og Jenny sömdu leikþáttinn. Við hvetjum ykkur til þess að eiga með okkur skemmtilega kvöldstund föstudaginn 24. nóvember kl. 18:30. Miðaverð fyrir fullorðna kr. 2500, fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1500. Kaffihlaðborð innifalið. í“keypis fyrir börn á leikskólaaldri. Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla