22.11.2017
Í ljósi verulega vondrar veðurspár fyrir föstudaginn 24. nóvember, sjáum við okkur ekki annað fært en að flytja árshátíðina okkar fram á laugardaginn 25. nóvember kl 17:00. Við vitum að þetta er svolítið rask en vonum að þið hjálpið okkur að láta þetta ganga upp.
Kristinn Rúnar Tryggvason gsm 820-4544/846-3835 sér um aksturinn þennan dag og munu börnin verða sótt og þeim komið í Skúlagarð til æfinga á sviði.
Bíll mun sækja börnin í Lóni um 13:30 og það mun einhver verða til staðar og taka á móti þeim í Skúlagarði. Bíllinn sem fer frá Kópaskeri verður kl 13:00 við skólann á Kópaskeri, tekur nemendur þar og svo við heimreiðar á leiðinni í Skúlagarð. Koma þarf nemendum í veg fyrir Rútuna.
Við reiknum með skóla og skólaakstri í fyrramálið þangað til annað kemur í ljós. Skólabílstjórar taka ákvörðun í ljósi aðstæðna hverju sinni.
Kærar kveðjur,
Guðrún S. K. og Anka
19.11.2017
Unglingadeildin sýnir verkið, Litlu hryllingsbúðina sem er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti).
Litla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lífi. Hann vinnur í lítilli blómabúð í skuggahverfi borgarinnar, hjá Móniku, sem tók Baldur í fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í blómabúðinni og Baldur verður sífellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði. Matarvenjur plöntunnar eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar.
Miðdeildin ætlar að sýna leikþáttinn, Ránsferðin í Soffíubúð eftir Kristján Halldórsson. Nokkrir grallarar ákveða að fara í Soffíubúð, leika á gömlu konuna, og nappa sér sælgæti þar.
Sjáum hvernig fer 😊
Nemendur yngsta stigs sýna leikþáttinn Regnbogafiskurinn, sem er byggður á verðlaunabókinni Regnbogafiskurinn eftir Marcus Pfister. Þar er verið að fjalla um vináttuna og mikilvægi þess að hreykja sér ekki yfir aðra. Þær stöllur, Vigdís og Jenny sömdu leikþáttinn.
Við hvetjum ykkur til þess að eiga með okkur skemmtilega kvöldstund föstudaginn 24. nóvember kl. 18:30.
Miðaverð fyrir fullorðna kr. 2500, fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1500. Kaffihlaðborð innifalið. í“keypis fyrir börn á leikskólaaldri.
Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla