Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla föstudaginn kl 18:30 24. nóvember 2017

Unglingadeildin sýnir verkið, Litlu hryllingsbúðina sem er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti).

Litla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lí­fi. Hann vinnur í­ lí­tilli blómabúð í­ skuggahverfi borgarinnar, hjá Móniku, sem tók Baldur í­ fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því­ sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í­ blómabúðinni og Baldur verður sí­fellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði. Matarvenjur plöntunnar eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar.

Miðdeildin ætlar að sýna leikþáttinn,  Ránsferðin í­ Soffí­ubúð eftir Kristján Halldórsson. Nokkrir grallarar ákveða að fara í­ Soffí­ubúð, leika á gömlu konuna, og nappa sér sælgæti þar.

Sjáum hvernig fer 😊

Nemendur yngsta stigs sýna leikþáttinn Regnbogafiskurinn, sem er byggður á verðlaunabókinni Regnbogafiskurinn eftir Marcus Pfister. Þar er verið að fjalla um vináttuna og mikilvægi þess að hreykja sér ekki yfir aðra. Þær stöllur, Vigdí­s og Jenny sömdu leikþáttinn.

Við hvetjum ykkur til þess að eiga með okkur skemmtilega kvöldstund föstudaginn 24. nóvember kl. 18:30.

Miðaverð fyrir fullorðna kr. 2500, fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1500. Kaffihlaðborð innifalið. í“keypis fyrir börn á leikskólaaldri.

Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla