Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla eru tvær, í Lundi og á Kópaskeri. Í Lundi er leikskólinn í sama húsi og grunnskólinn. Skólinn er staðsettu í kjarri vöxnu landi. Umhverfið býður upp á fjölbreytilegar útivistarferðir allt árið um kring. Nýtur leikskólinn mjög návistar við allt starf grunnskólans og er samnýting t.d á matsal, eldhúsi og íþróttasal. Á Kópaskeri hefur ekki verið hægt að manna stöðurnar síðastliðin tvö haust og því engin starfsemi þar í vetur.
Saga leikskólanna
Leikskólinn Krílakot var stofnaður árið 1985. Í fyrstu var hann rekinn af foreldrum en um 1990 tók sveitarfélagið við rekstri hans. Leikskólinn í Lundi var stofnaður 1993. Deildirnar voru sameinaður undir eina stjórn árið 2003. Leikskólinn er hluti af Öxarfjarðarskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla heitir núna Lundarkot og skiptist í tvær deildir; Hálsakot (1-3ja ára börn) og Vinakot (4-5 ára börn).
Núverandi deildarstjóri Lundarkots er Arna Ósk Arnbjörnsdóttir
Starfsreglur leikskólanna í Norðurþingi