Skólaheilsugæsla

Heilsuvernd skólabarna í Öxarfjarðarskóla er á vegum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands HSN Húsavík.

Skólahjúkrunarfræðingur er Kristey Þráinsdóttir og viðverutími eftirfarandi: Fyrsti miðvikudagur hvers mánaðar milli klukkan 10-14. Fyrsta heimsókn verður 6.september.

Netfang skólahjúkrunarfræðings er: kristeyth@hsn.is og sími 432-4800.

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna.