Fréttir

Sinfóní­utónleikar

Í gær heimsóttu okkur hljóðfæraleikarar frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ásamt Aðalsteini Bergdal leikara. Þau fluttu ævintýrið Næturgalinn eftir H.C. Andersen við tónlist eftir hollenska tónskáldið Theo Loevendie. Verkið er samið fyrir 7 hljóðafæraleikara. Aðalsteinn Bergdal var sögumaður en Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði verkinu. Tónleikarnir voru haldnir í skólahúsinu á Kópaskeri og var þar saman komin allur Öxarfjarðarskóli og einnig komu nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Raufarhöfn til að hlýða á tónleikana með okkur. Var því fjölmennt í húsinu og þétt skipað í gryfjunni og kringum hana.
Var mál manna að gaman hefði verið að tónleikunum og börnin voru til fyrirmyndar og höfðu flest gaman af. Myndir frá tónleikunum eru komnar hér.