22.11.2017
Í ljósi verulega vondrar veðurspár fyrir föstudaginn 24. nóvember, sjáum við okkur ekki annað fært en að flytja árshátíðina okkar fram á laugardaginn 25. nóvember kl 17:00. Við vitum að þetta er svolítið rask en vonum að þið hjálpið okkur að láta þetta ganga upp.
Kristinn Rúnar Tryggvason gsm 820-4544/846-3835 sér um aksturinn þennan dag og munu börnin verða sótt og þeim komið í Skúlagarð til æfinga á sviði.
Bíll mun sækja börnin í Lóni um 13:30 og það mun einhver verða til staðar og taka á móti þeim í Skúlagarði. Bíllinn sem fer frá Kópaskeri verður kl 13:00 við skólann á Kópaskeri, tekur nemendur þar og svo við heimreiðar á leiðinni í Skúlagarð. Koma þarf nemendum í veg fyrir Rútuna.
Við reiknum með skóla og skólaakstri í fyrramálið þangað til annað kemur í ljós. Skólabílstjórar taka ákvörðun í ljósi aðstæðna hverju sinni.
Kærar kveðjur,
Guðrún S. K. og Anka
19.11.2017
Unglingadeildin sýnir verkið, Litlu hryllingsbúðina sem er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti).
Litla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lífi. Hann vinnur í lítilli blómabúð í skuggahverfi borgarinnar, hjá Móniku, sem tók Baldur í fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í blómabúðinni og Baldur verður sífellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði. Matarvenjur plöntunnar eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar.
Miðdeildin ætlar að sýna leikþáttinn, Ránsferðin í Soffíubúð eftir Kristján Halldórsson. Nokkrir grallarar ákveða að fara í Soffíubúð, leika á gömlu konuna, og nappa sér sælgæti þar.
Sjáum hvernig fer 😊
Nemendur yngsta stigs sýna leikþáttinn Regnbogafiskurinn, sem er byggður á verðlaunabókinni Regnbogafiskurinn eftir Marcus Pfister. Þar er verið að fjalla um vináttuna og mikilvægi þess að hreykja sér ekki yfir aðra. Þær stöllur, Vigdís og Jenny sömdu leikþáttinn.
Við hvetjum ykkur til þess að eiga með okkur skemmtilega kvöldstund föstudaginn 24. nóvember kl. 18:30.
Miðaverð fyrir fullorðna kr. 2500, fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1500. Kaffihlaðborð innifalið. í“keypis fyrir börn á leikskólaaldri.
Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla
19.10.2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hefur í gær og í dag verið í opinberri heimsókn í Norðurþingi. Í morgun kom hann ásamt konu sinni og föruneyti í heimsókn til okkar í Öxarfjarðarskóla. Nemendur yngri deildar ásamt elstu börnum leikskóla sungu Öxar við ána og færðu forsetahjónunum að gjöf draumafangara sem þau höfðu búið til og eiga að tryggja hjónunum góða drauma. Nemendur miðdeildar lásu tvö ljóð eftir hagyrðinga úr heimabyggð og færðu Guðna og Elizu að gjöf kverið sem varð til eftir haustgleðina fyrir tveimur árum. Svo var smá kynning á björgunarsveitarvali, samstarfi björgunarsveitarinnar og skólans með unglingastarf. Að lokum spiluðu fulltrúar úr unglingadeild og miðdeild gamla Shadowslagið Apache fyrir forsetahjónin. Áður en forsetahjónin kvöddu var skellt í hópmynd af nemendum og starfsfólki ásamt þeim hjónum. Nemendur stóðu sig með stakri prýði eins og mátti vænta. Skemmtilegur dagur. GSK
19.05.2017
Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í dag 19 maí. Sú nýbreytni var að nú tóku nemendur þátt. Eftir að skólastjóri og umsjónarkennari höfðu sagt nokkur orð flutti Bjartey Unnur fyrna góða ræðu og Erna Rún söng lagið Mad World sem Gary Jules gerði frægt. Góð nýbreytni sem auðgaði slitin.
19.05.2017
Mið- og yngsta stig fóru og settu niður kartöflur og gróðursettu rabarbara í sólskininu þann fimmtánda og svo verður uppskeruhátíð í haust.
19.05.2017
Þann 15. maí fór Christoph með unglingadeildina í vettvangsferð í Þjóðgarðinn. Farið var í góða gönguferð í dásamlegu veðri og svo í mat hjá Ísak og Noj sem opnuðu grillið sérstaklega fyrir þau.
12.05.2017
Prófavika:
Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí.
Mánudagurinn 15. maí:
Christoph fer með unglingadeildina í vettvangsferð í Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdísar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur.
Atvinnuþema dagarnir:
Unglingastigið og miðstigið fer í atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí: Í sauðburð, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í Lóni, þau Ásdís og Baldvin taka sitt þema í tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í nýsköpunarbúðum í Háskólanum í Reykjavík. Vel af sér vikið.
Leikskólinn:
Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún.
Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst.
Skólaslit:
Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því á eftir.
12.05.2017
Prófavika:
Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí.
Mánudagurinn 15. maí:
Christoph fer með unglingadeildina í vettvangsferð í Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdísar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur.
Atvinnuþema dagarnir:
Unglingastigið og miðstigið fer í atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí: Í sauðburð til bænda, Fjallalamb, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í Lóni, þau Ásdís og Baldvin taka sitt þema í tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í nýsköpunarbúðum í Háskólanum í Reykjavík. Vel af sér vikið.
Leikskólinn:
Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún.
Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst.
Skólaslit:
Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því á eftir.
12.05.2017
Forvarnarhópurinn Þú skiptir máli, kom með fræðslu í gær 10. maí.
Okkur var boðið upp á fræðslu fyrir ungmennin okkar sem við þáðum með þökkum.
Forvarnarhópurinn, Þú skiptir máli, þau Harpa Steingrímsddóttir, Gunnar Rafn Jónsson, læknir og Elvar Bragason, komu með fræðslu fyrir öll grunnskólastigin, í gær 10. maí. Rætt var um einelti og fíkn af ýmsu tagi, m.a. tölvufíkn. Eins mikilvægi þess að passa upp á andlega og líkamlega heilsu. Öllu var stillt í hóf og aðlagað hverju aldursstigi.
24.03.2017
Í gær fimmtudaginn 23. mars var haldin upplestrarhátíð á Raufarhöfn og ánægjulegt að taka upp þráðinn þar að nýju. Síðustu tvö ár hefur keppnin farið fram á Húsavík.