Prófavika:
Nú er prófaviku lokið en 7. bekkur á eftir 1 próf, dönsku, hópurinn tekur prófið á mánudaginn 15. maí.
Mánudagurinn 15. maí:
Christoph fer með unglingadeildina í vettvangsferð í Þjóðgarðinn fyrir hádegi og í mat á eftir. Yngsta stig ásamt miðstigi ætlar, undir leiðsögn Jennýar, Vigdísar og Önku, að setja niður rabarbara (tröllasúru) og kartöflur og uppskera vonandi að hausti svo hægt sé að búa til sultu og bera á borð nýuppteknar kartöflur.
Atvinnuþema dagarnir:
Unglingastigið og miðstigið fer í atvinnuþema dagana 16., 17. og 18. maí: Í sauðburð, leikskólann, heilsugæslu o.fl. Systkynin í Lóni, þau Ásdís og Baldvin taka sitt þema í tengslum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þau sendu inn hugmynd sem vakti athygli og fá að taka þátt í nýsköpunarbúðum í Háskólanum í Reykjavík. Vel af sér vikið.
Leikskólinn:
Leikskólinn sameinast á Kópaskeri þann 1. júní. Eyrún verður deildarstjóri og með henni verða Ásta , Conny og Erna Rún.
Sumarlokun leikskólans verður frá og með 10. júlí til og með 11. ágúst. Leikskóli hefst aftur mánudaginn 14. ágúst.
Skólaslit:
Skólaslit Öxarfjarðarskóla verða 19. maí kl 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því á eftir.