Fréttir

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í dag tóku allir nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í ljómandi hlaupaveðri. Hlaupið fór fram í sumarhúsabyggðinni neðan við Lund og nemendur stóðu sig með prýði.

Laugamót

Föstudaginn síðasta fóru nemendur í 7.-10. bekk á árlegt Laugamót, þar sem minni skólar á Norðausturhorninu koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttum. Nemendur frá Raufarhöfn komu og kepptu með okkur.

Haustfundur foreldrafélagsins

Í gær var opinn foreldrafundur haldinn í skólanum. Vel var mætt og boðið upp á kaffi og kökur. Fundargerðin er komin á heimasíðuna undir *Skólinn* > *Foreldrafélag* > *Fundargerðir*

Skákkennsla

Í dag fengum við skákkennara frá skákfélaginu Goðanum, Hermann Aðalsteinsson, í skólann en hann mun koma til okkar einu sinni í mánuði og sjá um skákkennslu í vetur fyrir alla árganga. Nemendur frá Grunnskóla Raufarhafnar komu líka og munu taka þátt með okkur í vetur.

Dagur íslenskrar náttúru - vettvangsferð

Í dag er dagur íslenskrar náttúru og samkvæmt skóladagatali var ákveðið að fara í vettvangsferð í þjóðgarðinn en því var flýtt til fimmtudagsins 11.september. Þá fóru allir nemendur Öxarfjarðarskóla í vettvangsferð í Jökulsárgljúfur. Þar tók Róbert Karl landvörður á móti nemendum, fjallaði um hlutverk þjóðgarða og mikilvægi náttúrutúlkunar.

Góðar heimsóknir í skólann í dag

Í dag fengum við breska sendiherrann á Íslandi Dr Bryony Mathew ásamt fylgdarliði í heimsókn en tilgangurinn var að vekja athygli á bókinni Tæknitröll og íseldfjöll. Þá kom Þorgrímur Þráinsson enn á ný til okkar með fyrirlesturinn "Verum ástfangin af lífinu".

Skólabyrjun

Í gær var Öxarfjarðarskóli settur og í dag komu nemendur í fyrsta kennsludag þessa skólaárs. Ekki var laust við að spenningur væri í hópnum enda alltaf gaman að koma saman, hitta vinina og hefja námið.

Skólasetning

Skólasetning verður fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:30 og skóli hefst svo skv. stundaskrá föstudaginn 22. ágúst.

Sumarhátíð Lundarkots

Síðastliðinn fimmtudag, 26.júní, stóð foreldrafélag skólans fyrir sumarhátíð leikskólans eins og verið hefur undanfarin ár. Hoppukastali var fenginn á svæðið sem vakti mikla lukku, börnin fengu andlitsmálningu og svo kom Ómar Gunnarsson á björgunarsveitarbílnum og sexhjól og gaf þeim tækifæri sem vildu að fara með sér smá hring. Síðan var sett upp hjólabraut og að lokum grillaðar pylsur.

Laus staða matráðs - tímabundin ráðning til eins árs

Öxarfjarðarskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli auglýsir lausa stöðu matráðs fyrir næsta skólaár 2025-2026. Nemendur og starfsfólk eru alls um 80 manns. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs í 80% stöðu.