30.06.2025
Síðastliðinn fimmtudag, 26.júní, stóð foreldrafélag skólans fyrir sumarhátíð leikskólans eins og verið hefur undanfarin ár. Hoppukastali var fenginn á svæðið sem vakti mikla lukku, börnin fengu andlitsmálningu og svo kom Ómar Gunnarsson á björgunarsveitarbílnum og sexhjól og gaf þeim tækifæri sem vildu að fara með sér smá hring. Síðan var sett upp hjólabraut og að lokum grillaðar pylsur.
10.06.2025
Öxarfjarðarskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli auglýsir lausa stöðu matráðs fyrir næsta skólaár 2025-2026. Nemendur og starfsfólk eru alls um 80 manns. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs í 80% stöðu.
06.06.2025
Ferðalagið sem að þessu sinni var til Reykjavíkur gekk mjög vel. Nemendur voru til fyrirmyndar í Alþingi og sumir mjög áhugasamir eins og sést á myndunum. Ýmislegt menningarlegt hefði verið hægt að gera en nemendur læra líka mikið þegar þeir eru t.d. ekki vanir almenningssamgöngum eins og strætó og líka að þurfa að passa upp á eigur sínar en ekki síst það að mannflóran getur verið fjölbreyttari i bænum en sveitinni 😊
27.05.2025
Síðastliðinn laugardag, 17. maí, fóru fram úrslit í stærðfræðikeppninni Pangeu 2025 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í tíunda sinn. Við áttum fulltrúa frá Öxarfjarðarskóla en það var Jón Emil Christophsson í 9.bekk sem er þó ekki að taka þátt í fyrsta skipti. Fyrstu fréttir voru þær að hann hefði lent í 5. sæti af 50 í lokaúrslitunum en síðar kom í ljós að hann hafnaði í 4. sæti. Samtals tóku 2400 nemendur í 9. bekk þátt. Jón Emil fékk 38 af 45 mögulegum stigum í lokakeppni en fyrstu 3 sætin voru með 40 stig.
23.05.2025
Skólaslit fóru fram í gær og að þessu sinni var ákveðið að útskrifa einnig elsta árgang leikskólans með viðhöfn. Það var hátíðleg stund þegar þau voru kölluð á svið og talað var til þeirra og þakkað fyrir árin í leikskólanum. Að skilnaði fengu börnin bæði viðurkenningarspjöld og gular rósir.
Skólastjóri fór yfir helstu viðburði ársins og ræddi m.a. um mikilvægi góðrar samvinnu milli heimilis og skóla.
14.05.2025
Í gær var hreinsunardagur í nágrenni skólans og tóku allir nemendur þátt auk elstu barna leikskóladeilarinnar Vinakots. Sem betur fer var ekki mikið rusl á vegi okkar en þó eitthvað og gott að nemendur taki þátt í því að hlúa að náttúrunni og fegra umhverfið. Veðrið lék við okkur í gær eins og undanfarna daga þannig að við nutum útiverunnar og öll börn leik- og grunnskóla fengu pylsu og safa í boði Norðurþings.
09.05.2025
Síðustu vikur höfum við verið með sundkennslu til að ljúka skyldunni fyrir skólaárið og sundlaugin í góðu standi. Oft hefur það gengið brösótt en núna hefur verið hægt að halda áfram nánast án þess að rof verði á kennslu og framfarir nemenda sýnilegar frá degi til dags sem er afskaplega gleðilegt. Veðurspá næstu viku ætlar að bjóða upp á jafngott, ef ekki bara enn betra veður og við höldum ótrauð áfram alveg til 19.maí en þá er jafnframt síðasti kennsludagur í skólanum.
08.05.2025
Háskólalestin fer reglulega út á land til að kynna starfsemi Háskóla Íslands með litlum námskeiðum í nokkrum fögum og setur það í búning fyrir grunnskólanemendur. Að þessu sinni bauðst mið-og unglingadeild Öxarfjarðarskóla að taka þátt ásamt skólunum austan við okkur; Grunnskólanum á Þórshöfn og Vopnafjarðarskóla. Lagt var af stað í bítið í gærmorgun þar sem dagskrá átti að hefjast um kl. 9:00.
05.05.2025
Við fengum góða heimsókn sl miðvikudag frá Grunnskólanum á Þórshöfn. Þar voru á ferðinni 18 nemendur nemendur 4. -7.bekkja til að taka þátt í skákmóti hjá okkur en nemendur úr mið- og unglingadeild Öxarfjarðarskóla tóku þátt. Tefldar voru 4 umferðir og stóðu nemendur úr báðum skólum sig vel. Að lokum var farið í hópefli og úr þessu var virkilega skemmtileg samvera.
28.04.2025
Nemendur og starfsfólk yngri deildar skólans fór í dagsferð til Húsavíkur sl. miðvikudag 23.apríl.