02.12.2025
Starfsáætlun skólaársins 2025-2026 hefur verið tekin fyrir af skólaráði Öxarfjarðarskóla og Fjölskylduráði Norðurþings. Hana má finna hér á vefnum undir *Skólinn* > * Starfsáætlun*
02.12.2025
Í morgun var tendrað á fallega jólatrénu sem hefur verið fenginn nýr staður og er núna á grasflötinni fyrir utan skólann.
Nemendur og leikskólabörn ásamt starfsfólki sungu nokkur jólalög í kringum tréð sem var hressandi í morgunsárið.
01.12.2025
Föstudaginn 28.nóvember var árshátíð skólans haldin í Skúlagarði þar sem nemendur úr öllum deildum skólans stigu á svið ásamt elstu börnum leikskólans.
26.11.2025
Sjáumst í Skúlagarði föstudaginn 28.nóvember kl. 17:00
21.11.2025
Síðustu vikur hafa litast af undirbúningi árshátíðar skólans sem haldin verður í Skúlagarði föstudaginn 28.nóvember kl. 17:00.
Nemendur og kennarar hafa haft í nógu að snúast við að útbúa leikmyndir, leikmuni, búninga en ekki síst æfingar á textum og lögum.
18.11.2025
Úrslit Svakalegu lestrarkeppninnar liggja fyrir og hafnaði Öxarfjarðarskóli í 7. sæti af 20! Vel gert hjá okkar nemendum.
Í gær héldum við upp á Dag íslenskrar tungu sem markar jafnframt upphafið að æfingum á vönduðum upplestri í takti við Stóru upplestrarkeppnina.
Við munum síðan halda okkar eigin uppskeruhátíð á vordögum.
21.10.2025
Svakalega lestrarkeppnin er lestrarátak fyrir 1. - 7. bekk um land allt sem stóð yfir frá 15.september til 15. október. Nemendur 1.-7.bekkja tóku þátt, skráðu skólalestur, heimalestur og frjálsan lestur og stóðu sig með miklum sóma.
09.10.2025
Í dag tóku allir nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í ljómandi hlaupaveðri. Hlaupið fór fram í sumarhúsabyggðinni neðan við Lund og nemendur stóðu sig með prýði.
07.10.2025
Föstudaginn síðasta fóru nemendur í 7.-10. bekk á árlegt Laugamót, þar sem minni skólar á Norðausturhorninu koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttum. Nemendur frá Raufarhöfn komu og kepptu með okkur.
01.10.2025
Í gær var opinn foreldrafundur haldinn í skólanum. Vel var mætt og boðið upp á kaffi og kökur. Fundargerðin er komin á heimasíðuna undir *Skólinn* > *Foreldrafélag* > *Fundargerðir*