Fréttir

Vorgleði Öxarfjarðarskóla

Vorgleði Öxarfjarðarskóla verður haldin fimmtudaginn 21.mars og hefst kl 17:15 með kynningum yngri deildar á verkefnum þeirra um eldgos.

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Í dag kom Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings í heimsókn og færði Árdísi Lauru Árnadóttur í 3. bekk verðlaun þar sem hennar nafn var dregið út í árlegri eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur veg og vanda að.

Dýrmætur stuðningur

Kvenfélögin þrjú; Stjarnan, Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga eru dyggir stuðningsaðilar skólans. Fyrir skemmstu gáfu þau leik- og grunnskóladeildum hávaðamæla sem hjálpa til við að halda hávaða í skefjum. Þar að auki gaf Kvenfélag Keldhverfinga skólanum spil til að auka á fjölbreytni í frímínútum og frístund. Við erum virkilega þakklát kvenfélögunum fyrir góðvild og stuðning í garð skólans.