Í dag kom Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings og færði Árdísi Lauru Árnadóttur í 3.bekk verðlaun og viðurkenningarskjal þar sem hennar nafn var dregið út í árlegri eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur veg og vanda að.
Nemendur þriðju bekkja á Íslandi fá að taka þátt í eldvarnargetrauninni en slökkviliðið sér um fræðslu í eldvarnarvikunni sem haldin var í nóvember sl. Verðlaunin að þessu sinni eru 15.000 kr úttekt úr Spilavinum. Þetta er í þriðja sinn á undanförnum árum sem nemendur Öxarfjarðarskóla eru dregnir út sem vinningshafar sem er virkilega gleðilegt.
Innilegar hamingjuóskir Árdís Laura.