Fréttir

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla


Árshátíð Öxarfjarðarskóla verður haldin í Skúlagarði í
Kelduhverfi þann 1. apríl.

Dagskráin hefst kl 19:30.
 

1.-4. bekkur flytja nokkur ABBA lög
 

5.-7. bekkur flytja Þrymskviðu (Hamarsheimt)

 
8.-10. bekkur sýna hinn víðfræga söngleik Grease
 

Kaffihlaðborð verður í hléi
 
Verð:
1500 kr fyrir fullorðna

500 kr fyrir börn á grunnskólaaldri

Frítt inn fyrir yngri

Kaffihlaðborð er innifalið í aðgangseyri

 

Félagsvist 9. og 10. bekkjar

9. og 10. bekkur munu halda félagsvist til söfnunar upp í fyrirhugaða Danmerkurferð þeirra.
Spilað verður í Skúlagarði í Kelduhverfi fimmtudagskvöldið 19. mars kl 19:30.
Veglegir vinningar í boði eftirtalinna fyrirtækja:.
 
Olís

Hvetjum alla sem eiga heimangengt og hafa gaman af að grípa í spil til að mæta.

Myndir frá öskudegi

Krakkar af skólasvæðinu við Öxarfjörð gengu í fyrirtæki á Kópaskeri og sungu. Einnig var komið við í Silfurstjörnunni á leiðinni á Kópasker. Þótt veðrið væri ekki spennandi mátti sjá furðuverur á öllum aldri, allt frá tveimur elstu árgöngum leikskóla upp í elstu nemendur grunnskóla, vaða snjóinn á milli fyrirtækja. Þegar búið var að fylla nammipokana lá leiðin í Pakkhúsið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og dansað og leikið sér. Dagurinn heppnaðist vel og var einstaklega gaman að sjá einlæga ánægju og áhuga yngstu barnanna.
Myndir úr Pakkhúsinu.