Fréttir

Heimsókn Skákskóla Íslands og Skák í­ skólanna til Húsaví­kur

http://www3.telus.net/chessvancouver/images/chess.jpgFöstudaginn 30 janúar og laugardaginn 31 janúar nk. mun Skákskóli Íslands heimsækja okkur Þingeyinga og halda skáknámskeið fyrir börn og unglinga.  
Námskeiðið mun fara fram í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Námskeiðið er á vegum skákfélagsins Goðans.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og Davíð Kjartansson skákkennari munu kenna á námskeiðinu.
 
Ekkert námskeiðsgjald verður:(breyting frá fyrri tilkynningu !) Hinsvegar verður farið með allan hópinn á Pizzuhlaðborð á veitingahúsið Sölku á Húsavík í hádeginu á laugardeginum og þurfa krakkarnir að hafa með sér pening fyrir því. (1100 krónur fyrir 9 ára og yngri og 1400 krónur fyrir 10 ára og eldri)
 
Skákfélagið mun svo bjóða þáttakendum uppá djús,gos,kex og kökur, á kaffitímum, á meðan á námskeiðinu stendur.
 
Efnt verður til fjölteflis við Björn Þorfinnsson alþjóðlegan skákmeistara kl 20:30 á föstudagskvöldið 30 janúar, sem verður öllum opið og ókeypis.
 
Það er ástæða til að hvetja börn og unglinga í sýslunni til þess að nýta sér þetta námskeið nú þegar það býðst, því ekki er líklegt að þetta bjóðist á hverju ári hér eftir.  Síðasta heimsókn skákskóla Íslands til okkar var á til Húsavíkur árið 1996, þannig að kominn er tími á heimsóknina. 
 
Æskilegt er að áhugasamir nemendur skrái síg til þátttöku, með því að hafa samband við formann skákfélagsins Goðans, Hermann Aðalsteinsson í síma 4643187 og 8213187 eða með því að svara þessum pósti.
 
Einnig verður þessi dagskrá auglýst á heimasíðu skákfélagsins Goðans fljótlega.
Slóðin þangað er: http://www.godinn.blog.is

Fréttakorn í­ janúar frá Öxarfjarðarskóla

Gleðilegt nýtt ár 2009!

Nú eru liðnar rúmar tvær vikur af nýju skólaári og starfsfólk og nemendur koma jákvæðir til leiks og tilbúnir að takast á við verkefni nýrrar annar.  

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á stundatöflum nemenda, mest þó í miðdeild þar sem Ann-Charlotte er farin í barneignarfrí.  Inga Fanney hefur nú tekið við miðdeildinni á móti Þorsteini sem er umsjónarkennari þeirra og hefur Þorsteinn einnig tekið við íþróttakennslu í 5.-10 bekk, ásamt Conny sem hefur umsjón með yngri deild.

Í unglingadeild fá nemendur eftirleiðis vikuáætlun í íslensku sem þeir eiga að inna af hendi í skólanum og vera búnir að ljúka í vikulokin.

Matseðill fyrir janúar

Swedish chef and a mooseMatseðill sem gildir út janúar er kominn inn á vefinn. Hægt er að finna matseðilinn undir mötuneyti í valmyndinni hér til vinstri.

Skáknámskeið

Laugardaginn 31 janúar nk. mun Skákskóli Íslands heimsækja okkur Þingeyinga og halda skáknámskeið fyrir börn og unglinga.  
Námskeiðið mun fara fram í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Námskeiðið er á vegum skákfélagsins Goðans.
Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og Davíð Kjartansson skákkennarar munu kenna á námskeiðinu.
Námskeiðið hefst kl 10:00 og því lýkur um kl 18:00 síðdegis. (nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur)

Gleðilegt nýtt ár



Í dag, mánudag, er starfsdagur kennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 6. janúar. Við hlökkum til að hitta nemendur endurnærða eftir gott jólafrí.