Fréttir

Frábær árshátí­ð - aukasýning á Hárinu

Nú er nýlokið stórkostlegri árshátið skólans þar sem nemendur fóru á kostum.

Nemendur í 1. til 3. bekk ásamt elstu leikskólabörnum sungu tvö lög og dönsuðu Michael Jackson dans ásamt Önnu Karen og Sylvíu Dröfn sem jafnframt sömdu dansinn. Þau voru dásamleg á sviðinu og aðdáunarvert hvað þau voru róleg þegar tæknin var að stríða okkur en Jackson lagið vildi ekki spilast alminnilega fyrr en í þriðja tækin sem ver prófað. Á meðan biðu þau sallaróleg og yfirveguð á sviðinu. Þegar lagið komst loks af stað sýndu þau mikil tilþrif og voru flottt í dansinum.

4. til 7. bekkur sýndu atriði sem sett var saman utan um kvæði Stefán Jónssonar sem flestir þekkja en þau eru m.a. Guttavísur og Ranga gamla í hænsnakofanum. Þau sungu kvæðin við undirleik Björns Leifsonar á milli þess að leika stutta leikþætti í kringum þau. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel og var gaman að sjá þessar gamalkunnu vísur í lifandi búningi.

Nemendur unglingadeildar sýndu söngleikinn Hárið. Eftir mikla og oft erfiða vinnu við æfingar skiluðu þau sínu með miklum sóma. Þetta erfiða og krefjandi verk með mörgum löngum einræðum, miklum samtölum, söng og dansi var sýnt með slíkum sóma að krakkarnir geta verið stoltir af. Þarna unnust margir persónulegir sigrar og leikgleðin var allsráðandi.

Við viljum minna á að við ætlum að vera með aukasýningu á Hárinu á morgun, 26. mars, klukkan 20:00 í Skúlagarði. Við hvetjum þá sem áhuga hafa til að láta þessa frábæru sýningu ekki fara fram hjá sér.

Miðaverð:     
1.500 kr fyrir fullorðna
1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri
frítt fyrir yngri en 6 ára

Miðapantanir í símum 465-2244 eða í 862-3738 og 616-6011

Myndir verða settar inn fljótlega.

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli heldur sína árlegu árshátíð í Skúlagarði fimmtudagskvöldið 25. mars klukkan 19:30.
Allir nemendur grunnskólans munu stíga á svið ásamt elstu nemendum leikskóla.
Yngstu nemendur syngja og dansa Jackson dans. Miðdeild sýnir verk sem heitir Gatan hans Stefáns, sem er byggt utan um Guttavísur og fleiri verk Stefáns Jónssonar. Unglingadeild sýnir svo söngleikinn Hárið.
Hægt verður að kaupa kaffi, gos og sælgæti í hléi.
 
Miðaverð:     
1.500 kr fyrir fullorðna
1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri
frítt fyrir yngri en 6 ára
 
Unglingadeildin verður með aukasýningu á Hárinu föstudagskvöldið 26. Mars klukkan 20:00.
Miðapantanir í símum 465-2244 eða í 862-3738 og
616-6011