Fréttir

Forseti Íslands ásamt föruneyti í­ heimsókn í­ Öxarfjarðarskóla

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hefur í­ gær og í­ dag verið í­ opinberri heimsókn í­ Norðurþingi. Í morgun kom hann ásamt konu sinni og föruneyti í­ heimsókn til okkar í­ Öxarfjarðarskóla. Nemendur yngri deildar ásamt elstu börnum leikskóla sungu Öxar við ána og færðu forsetahjónunum að gjöf draumafangara sem þau höfðu búið til og eiga að tryggja hjónunum góða drauma. Nemendur miðdeildar lásu tvö ljóð eftir hagyrðinga úr heimabyggð og færðu Guðna og Elizu að gjöf kverið sem varð til eftir haustgleðina fyrir tveimur árum. Svo var smá kynning á björgunarsveitarvali, samstarfi björgunarsveitarinnar og skólans með unglingastarf. Að lokum spiluðu fulltrúar úr unglingadeild og miðdeild gamla Shadowslagið Apache fyrir forsetahjónin. Áður en forsetahjónin kvöddu var skellt í­ hópmynd af nemendum og starfsfólki ásamt þeim hjónum. Nemendur stóðu sig með stakri prýði eins og mátti vænta. Skemmtilegur dagur. GSK