Fréttir

Úrslit Svakalegu upplestrarkeppninnar

Úrslit Svakalegu lestrarkeppninnar liggja fyrir og hafnaði Öxarfjarðarskóli í 7. sæti af 20! Vel gert hjá okkar nemendum. Í gær héldum við upp á Dag íslenskrar tungu sem markar jafnframt upphafið að æfingum á vönduðum upplestri í takti við Stóru upplestrarkeppnina. Við munum síðan halda okkar eigin uppskeruhátíð á vordögum.