Senn líður að jólum og erum við þegar byrjuð að setja hefðbundinn jólasvip á skólann okkar með skreytingum og jólatréð er komið upp og setur hátíðlegan svip á umhverfið. Kveikt var á því 1. des við söng nemenda og starfsfólks. Ýmislegt verður og hefur verið á döfinni hjá okkur í desember. Smellið á lesa meira til að sjá nánar um það.
Nemendur eru jákvæðir í garð heildstæðs skóla og alla jafna ánægðir með það sem í boði er. Í þessari viku eiga nemendur að velja fyrir nóvembermánuð og bætast inn nýjar tómstundir og námskeið þó eitthvað haldi sér áfram, t.a.m björgunarsveitarnámskeið, fimleikar, fótbolti og opin handmenntastofa. Við komum til með að bjóða upp á námskeið í eldamennsku þar sem áherslan verður m.a. lögð á hvernig hægt sé að nýta afgangana úr ísskápnum – ekki sem verst að kunna að bjarga sér og nýta allan mat!