Fréttir

Myndir frá föndurdegi

Hið árlega jólaföndur var eftir hádegi í­ dag. Settar voru upp fimm föndurstöðvar í­ húsinu þar sem ýmislegt skemmtilegt varð til. Nokkrir góðir gestir komu og áttu góða stund með nemendum. Smellið á lesa meira til að fá slóð á myndir.

Skólaakstur, föndurdagur, tómstundastarf unglinga, leikskóladeild o.fl.

Kæru foreldrar/forráðamenn Að loknum velheppnuðum föndurdegi í­ dag 4. des: Í dag skemmtu grunn- og leikskólanemendur, foreldrar, systkini, frændur og starfsfólk, sér saman við ýmis konar föndur. Það voru fléttaðar körfur, búnir til sérvettuhringar, ýmis konar jólaskraut var unnið í­ smí­ðastofu, unnar krukkur fyrir sprittkerti og að sjálfsögðu jólakort. Takk fyrir góða samvinnu í­ dag. Skólaakstur úr Kelduhverfi: Skólabí­lstjóri, Kristinn Rúnar Tryggvason tekur sér nokkurra daga frí­ eða frá og með Fimmtudeginum 5. desember og til og með þriðjudeginum 10. desember. Þessa daga mun Axel Yngvason, s. 821-1388, sjá um skólaakstur úr Kelduhverfi. Foreldrafundurinn 28. nóvember: Niðurstaða vefkönnunar sem gerð var meðal foreldra í­ foreldrasamtölum í­ nóvember er væntanleg á vefinn okkar. Í könnun og fundargerð kemur fram að við deilum öll áhyggjum af fólksfækkun/barnafæð og niðurskurði/þrengingum. Niðurstöður könnunar voru jákvæðar fyrir skólasamfélagið en alltaf má eitthvað bæta og regluleg endurskoðun og umræður nauðsynlegar. Yfir 90% foreldra eru almennt ánægðir með skólann Ánægjulegt fannst okkur svar við 9. spurningu. Þar kemur fram að 100% foreldra. telja að nemendur hafi jákvætt viðhorf til skólans. 32 foreldri tóku þátt í­ könnuninni. Svona af gefnu tilefni (fyrir gárungana), þá þarf ekki mikinn stærðfræðing til að sjá að þau 8 foreldri sem tóku þátt í­ könnuninni og eru jafnframt starfsmenn, skekkja ekki niðurstöður. Tómstundastarf: Öðlingurinn hún Conny okkar hefur boðist til að vera með unglingunum okkar einu sinni í­ mánuði og munu Jóhann Rúnar Og Conny vera í­ samráði með fyrirkomulag. Kveikt á jólatré: Mánudaginn 2. desember var kveikt á jóltrénu okkar og við byrjuðum daginn á að syngja jólalög og dansa í­ kringum tréð í­ sannkölluðum jólasnjó og logndrí­fu. Bekkjarkvöld hjá 6.-7. bekk á föstudaginn 6. des: Bekkjarkvöld verður hjá miðdeild á föstudaginn kemur og ýmislegt gert sér til skemmtunar. Þær Anka og Aðalbjörg ætla að halda utan um hópinn. Nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennara, Ann- Charlotte. Leikskóladeild: Til að fyrirbyggja allan misskilning vill starfsfólk leikskóladeildar koma því­ á framfæri að leikskólinn er opinn alla virka daga til kl 16:00 og foreldrar hafi svigrúm til kl 16:15 til að ná í­ börnin. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Kveikt á jólatrénu

Kveikt var á ljósunum á jólatrénu við Lund sí­ðast liðinn mánudag. Að venju söfnuðust nemendur og starfsfólk saman við tréð strax og komið var í­ skólann og sungu nokkur jólalög og dönsuðu í­ kringum jólatréð áður en haldið var inn í­ skólann í­ hefðbundin störf.