Fréttir

Önnur sýnin á hinu stórskemmtilega leikriti: Dýrin í­ Hálsaskógi, verður sunnudaginn 27 aprí­l kl. 15:00

Önnur sýning á Dýrunum í­ Hálsaskógi verður sunnudaginn 27. aprí­l kl. 15:00 í­ Pakkhúsinu á Kópaskeri (í­þróttahúsinu). Þessi sýning er sérstaklega tí­masett með barnafjölskyldur í­ huga. Við hvetjum barnafjölskyldur til þess að nota tækifærið. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finn hér aðeins aftar. GSK

Sumarkaffi og flóamarkaður á sumardaginn fyrsta í­ Pakkhúsinu á Kópaskeri, 24. aprí­l

Sumardagurinn fyrsti, 24. aprí­l Nemendur unglingadeildar Öxarfjarðarskóla, verða með flóamarkað, kökubasar og vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta 24. aprí­l n.k. í­ í­þróttahúsinu á Kópaskeri frá kl. 14:00- 17:00. Nú er um að gera að taka til í­ geymslunni og fataskápnum og athuga hvort ekki þarf að losa sig við eitthvað. Það sem er einum rusl er öðrum gull. Þeir sem telja sig hafa eitthvað sem þeir vilja gefa til unglingadeildar eins og t.d. föt, skó, skí­ði, skauta, hillur, skrautmuni, blóm, eða hvað eina sem ykkur dettur í­ hug að hægt væri að selja á flóamarkaði, geta komið með vörur til unglinganna á sumardaginn fyrsta milli kl. 10:00-12:00, f.h. í­ í­þróttahúsið. Allur ágóði rennur í­ ferðasjóð unglingadeildar. Unglingarnir munu svo sjá um að baka gómsætar kökur sem verða settar á kökubasarinn þennan sama dag og einnig geta gestir og gangandi keypt sér kaffi og nýbakaðar vöfflur. GSK

Um árshátí­ð Öxarfjarðarskóla, Dýrin í­ Hálsaskógi og gildi slí­ks verkefnis

Dýrin í­ Hálsaskógi: Fimmtudagskvöldið 10. aprí­l, kl. 19:30 í­ Skúlagarði, steig stoltur hópur nemenda á svið með eitt stórt verkefni, Dýrin í­ Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner og var það Hrund Ásgeirsdóttir sem leikstýrði verkinu. Allir nemendur grunnskólans tóku þátt í­ þessu verkefni ásamt elstu nemendum leikskólans. Í hléi var foreldrafélagið með kaffisölu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, var á ferð um Norðurland og sat þessa sýningu með okkur ásamt biskupsritara, Þorvaldi Ví­ðissyni og voru þau mjög ánægð með sýninguna. það var gaman að þau skyldu gefa sér tí­ma til að vera með okkur þessa kvöldstund. Ví­ðtæk samvinna skólasamfélagsins, milli nemenda, starfsfólks Tónlistarskólans og Öxarfjarðarskóla, foreldra og annarra velunnara, sem gerði okkur kleyft að gera þessa sýningu svo glæsilega vakti athygli biskups og biskupsritara. Í hátí­ðarræðu sinni, 20 aprí­l s.l. í­ Dómkirkjunni, talar biskup m.a. um árshátí­ð Öxarfjarðarskóla og það að allir nemendur hafi tekið þátt og að foreldrar og fl. spilað í­ hljómsveitinni. Biskup talaði einnig um kraftmikið fólk á norðausturlandi og vitnar í­ verk Thorbjörns Egner: Dýrin komu sér saman um að öll dýrin í­ skóginum ættu að vera vinir. Þetta samkomulag úr leikritinu þekkjum við og ljóst er að það heldur ekki nema allir samþykki það og leggi sig fram um að láta það ganga eftir. Ég held að við getum tekið undir þessi orð biskups.

Árshátí­ð, páskafrí­, skólaakstur o.fl.

Kæru foreldrar/forráðamenn Árshátí­ð: Ég þakka nemendum, starfsfólki Öxarfjarðarskóla, starfsfólki Tónlistarskólans, foreldrum og öðrum velunnurum fyrir eftirminnilega og skemmtilega samveru í­ gær á árshátí­ð. Ég vil sérstaklega þakka Axel, staðarhaldara í­ Skúlagarði, fyrir hans þátt, en hann hefur sýnt okkur mikla velvild og umburðarlyndi þann tí­ma sem við höfum verið að æfa og á sýningu. Það voru margar hendur sem tóku sig saman og gerðu okkur kleyft að halda glæsilega sýningu á Dýrunum í­ Hálsaskógi. Skarpur: Ef einhverjir hafa aðgang að Skarp, þá er grein um skólann og sýninguna okkar þar. Eins var ég beðin að vekja athygli á því­ að Einar Magnús (Maggi) er búinn að setja margar myndir inn á Kópaskerssí­ðuna. Páskafrí­, skólaakstur og leikskóli: Meðan á páskafrí­i grunnskólanemenda stendur er ekki skólaakstur og og þurfa foreldrar því­ að gera aðrar ráðstafanir varðandi það að koma börnum sí­num í­ leikskólann. Akstur hefst og leikskólasel tekur aftur til starfa að loknu páskafrí­i þann 22. aprí­l á venjubundnum tí­mum. Gleðilega páska, Guðrún S. K.

Árshátí­ð 2014

Við minnum á árshátí­ð skólans sem verður fimmtudaginn 10. aprí­l og hefst kl. 19:30.

Dýrin í­ Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner, 10. aprí­l kl.19:30 og 27. aprí­l kl. 15:00

Fimmtudagskvöldið 10. aprí­l, kl. 19:30 í­ Skúlagarði, stí­gur stoltur hópur nemenda í­ Öxarfjarðarskóla á svið með eitt stórt verkefni, Dýrin í­ Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Allir nemendur grunnskólans taka þátt í­ þessu verkefni ásamt elstu nemendum leikskólans. Í hléi verður foreldrafélagið með kaffisölu. Önnur sýning verður sunnudaginn 27. aprí­l kl. 15:00. Við hvetjum fólk til að koma með börnin á þessa sýningu sem er sett upp sérstaklega til að koma til móts við barnafjölskyldur. Inn á sýninguna kostar kr. 2.000 fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri. í“keypis verður fyrir börn á leikskólaaldri. Kveðja, Guðrún S. K.

Laugamóti, sem átti að vera 4. aprí­l, aflýst.

Kæru foreldrar/forráðamenn Laugamóti aflýst vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Því­ miður fengum við þær upplýsingar í­ morgun að Laugamót sem átti að vera næstkomandi föstudag, 4. aprí­l og við stefndum á að fara á, er aflýst vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Öryggi nemenda: Við verðum mikið við leikæfingar niður í­ Skúlagarði í­ næstu viku. Það er á neðan við Skúlagarð sem börnum getur staðið hætta af. Við munum taka það fram við nemendur að bannað er að fara niður að ánni. Áin getur verið vatnsmikil. Við óskum eftir stuðningi foreldra í­ þessum efnum, að þeir ræði þetta við börnin sí­n. Kær kveðja, Guðrún S. K.