Köngulóaþema í 1.-3. bekk
Búnir hafa verið til köngulóarvefir úr pípuhreinsurum, bandi og pappír.
Einnig erum við að lesa bókina Vefurinn hennar Karlottu, sem fjallar um dýrin á bóndabænum og vináttu þeirra, í aðalhlutverki þar er köngulóin Karlotta.
Í dag fimmtudaginn 26. nóvember höfðum við svo köngulóardag þar sem börnin bökuðu köngulóarköku í heimilisfræði og svo skreyttu þau kökurnar.
Að lokum var 4. og 5. bekk boðið í heimsókn og fengu þau fræðslu hjá 1.-3. bekk um köngulær. Að sjálfsögðu var svo öllum boðið í köngulóarkökuveislu.
Gunna M., Vigís og Dúna.