Nú á haustdögum lækkaðii
Vegagerðin í samvinnu við sveitarstjórn hámarkshraða í gegnum skólasvæðið við Lund. Í framhaldi af því voru sett
upp skilti til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum í gegnum svæðið. Við viljum benda ökumönnum á að virða
þessar hraðatakmarkanir því talsverð umferð gangandi barna og annarra vegfarenda er yfir þjóðveginn milli skóla og
íþróttahúss. Það þyrfti ekki nema augnabliks aðgæsluleysi til að úr yrði stórslys. Við vonumst til þess að
lækkaður umferðarhraði í gegn dragi úr líkum á þess háttar slysi.