Fréttir

Góugleði í­ Lundi

Hin árlega vorhátíð nemenda unglingadeildar var haldin í gær. Venjulega hefur hún verið á Hörpunni og því heitið Hörpugleði. Núna var ákveðið að hafa hana fyrr á dagskrá og var hátíðin því kölluð Góugleði að þessu sinni.

Upp er runninn öskudagur...

Leikskólabörn á öskudaginnUpp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur,
einn með poka ekki ragur,
úti vappar heims um ból...
 
Öskudagur rann upp eftir mikla eftirvæntingu síðasta miðvikudag. Á leikskóla klæddust eldri börnin grímubúningum og voru báðar deildir saman á Kópaskeri. Þar mátti sjá hetjur og skúrka og prinsessur svo eitthvað sé nefnt. Þau fóru hring milli fyrirtækja í þorpinu og fylgdi Björn Leifs þeim með harmónikkuna.
Í Lundi mættu nemendur í grímubúningum í skólann og fór hluti nemenda til Húsavíkur eftir hádegið, aðrir voru eftir í skólanum og skemmtu sér á grímuballi. Nokkrar stúlkur gengu um þorpið og sungu út sælgæti, eftir að skólarútan var búin að skila þeim heim.
Á Kópaskeri fengu börnin frí í skólanum klukkan 14 og gengu milli fyrirtækja og sungu út góðgæti. Stefanía, Björn Leifs og Ásta leiddu gönguna og var Björn með harmónikkuna og spilaði á hana undir söngnum.

Bekkjakvöld hjá Miðdeild

Miðvikudaginn 7. febrúar buðu nemendur miðdeildar í Lundi félögum sínum frá Kópaskeri í heimsókn til sín. Þar var margt gert sér til skemmtunar, m.a. boðið upp á dýrindis súkkulaðikökur með kaffinu, farið út í þrautakeppni, haldin X-Factor keppni þar sem margir magnaðir söngfuglar tróðu upp, borðaðar pítsur og farið í leiki og dansað. Allir skemmtu sér vel langt fram á kvöld og er óhætt að segja að dagurinn hafi lukkast vel.

Myndir frá deginum eru komnar inn hér.

Valentí­nusarball

Valentínus og Valentína kvöldsinsValentínusarball var haldið á vegum félagsmiðstöðvarinnar fyrir unglinga í 7.-10. bekk, föstudaginn 16. febrúar. Skipulag og skreytingar voru í höndum unglinganna sjálfra. Smellið á "lesa meira"  hér fyrir neðan til að lesa skrif Gunnu Möggu um kvöldið, en hún hélt utan um það í fjarveru umsjónarmanns.

Söngkeppni Samfés

Íris og Kristveig stuttu áður en þær stigu á sviðUndankeppni fyrir Söngkeppni Samfés var haldin á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld 2. febrúar. Við fórum með keppendur óg áhorfendur frá félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins. Farið var á tveimur rútum, samtals um 90 manns. Keppendur okkar stóðu sig með sóma og áttu öll skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag sitt. En ekki er hægt að láta alla vinna. Krakkarnir frá Húsavík unnu með sitt framlag, en fjórar aðrar félagsmiðstöðvar komust auk þeirra í úrslitakeppnina.

Kristveig og Íris stóðu sig vel með sitt framlag og hefðu átt skilið að fá viðurkenningu fyrir frumlega búninga og líflega sviðsframkomu, en þar báru þær af.

Eftir keppnina var ball með Love Gúrú og var mikið dansað.