Upp er runninn öskudagur...

Leikskólabörn á öskudaginnUpp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur,
einn með poka ekki ragur,
úti vappar heims um ból...
 
Öskudagur rann upp eftir mikla eftirvæntingu síðasta miðvikudag. Á leikskóla klæddust eldri börnin grímubúningum og voru báðar deildir saman á Kópaskeri. Þar mátti sjá hetjur og skúrka og prinsessur svo eitthvað sé nefnt. Þau fóru hring milli fyrirtækja í þorpinu og fylgdi Björn Leifs þeim með harmónikkuna.
Í Lundi mættu nemendur í grímubúningum í skólann og fór hluti nemenda til Húsavíkur eftir hádegið, aðrir voru eftir í skólanum og skemmtu sér á grímuballi. Nokkrar stúlkur gengu um þorpið og sungu út sælgæti, eftir að skólarútan var búin að skila þeim heim.
Á Kópaskeri fengu börnin frí í skólanum klukkan 14 og gengu milli fyrirtækja og sungu út góðgæti. Stefanía, Björn Leifs og Ásta leiddu gönguna og var Björn með harmónikkuna og spilaði á hana undir söngnum.