Miðvikudaginn 7. febrúar buðu nemendur miðdeildar í Lundi félögum sínum frá Kópaskeri í heimsókn til sín. Þar var margt gert sér til skemmtunar, m.a. boðið upp á dýrindis súkkulaðikökur með kaffinu, farið út í þrautakeppni, haldin X-Factor keppni þar sem margir magnaðir söngfuglar tróðu upp, borðaðar pítsur og farið í leiki og dansað. Allir skemmtu sér vel langt fram á kvöld og er óhætt að segja að dagurinn hafi lukkast vel.
Myndir frá deginum eru komnar inn hér.