Fréttir

Evrópski tungumáladagurinn

-Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátí­ðlegur þann 26. september ár hvert frá árinu 2001. Þann dag eru allir Evrópubúar hvattir til þess að uppgötva og kynna sér tungumál, enda er fjölbreytni tungumála verkfæri sem hægt er að nota til þess að öðlast betri skilning á menningu annarra. -Evrópski tungumáladagurinn var hafður í­ heiðri og gerð skil í­ Öxarfjarðarskóla. Christoph var búinn að undirbúa verkefni taka saman fjölda evrópska tungumála sem tengjast Öxarfjarðarskóla og það voru hvorki meira né minna né ellefu tungumál sem tengdust Öxarfjarðarskóla. Tælenskan fékk að sjálfsögðu að fylgja með á tungumáladegi. Nemendur og starfsfólk kom saman í­ gryfju, skiptu sér í­ hópa og fundu orð, á öllum tungumálunum, sem voru svo sett undir fána hvers lands. -Í tilefni Evrópska tungumáladagsins tók Christoph saman öll tungumál sem snerta skólann á einhvern hátt: í­slensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýsku, spænsku, pólsku, slóvakí­sku, eystnesku og tælensku = 11 tungumál. -Hann fræddi börnin örstutt um tungumálin með því­ að sýna hvernig orðið vinur er mismunandi á þessum tungumálum. Christoph vildi fræða börnin um þessi 11 tungumál sem tengjast Öxarfjarðarskóla og láta nemendur komast í­ snertingu við þau. Hann lét nemendur þýða orð, sem þau völdu sjálf, á öll tungumál. Orðin sem nemendur völdu skipta öll mjög miklu máli: klósett, hamingja, dýr, matur og skóli. Nemendur skiptu sér í­ hópa og notuðu annað hvort Ipad eða eigin þekkingu til að þýða orðin. Vinnan gekk mjög vel og var einstaklega gaman að sjá tælenska nemendur aðstoða í­slenska nemendur við að skrifa á tælensku. Afrekstur verkefnisins er núna á veggnum í­ gryfjunni og hefur nú þegar leitt til umræðna (allavega milli starfsmanna) um skyldleika orða. Hugmyndin er að halda verkefninu lifandi með að bæta við fleiri orðum seinna. -Aukatilgangur verkefnisins er að nemendur frá öðrum löndum sjái að tungumál þeirra er sýnilegt í­ skólanum og virðing borin fyrir því­.