Fréttir

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum í dag.

Smellið á lesa meira til að lesa pistil Guðrúnar skólastjóra um litlu jólin

Kennsla fellur niður fyrir hádegi mánudaginn 15. des

Það vofir yfir skólanum að þurfa að skera talsvert niður í fjárhagsáætlun næsta árs. Af þeim sökum munu Bergur Elías sveitarstjóri og Guðbjartur fjármálastjóri mæta til fundar við starfsmenn skólans fyrir hádegi næstkomandi mánudag, 15. desember, og fara yfir stöðu mála.
Af þessum sökum sjáum við okkur ekki annað fært en að fella niður kennslu fyrir hádegi þennan dag. Kennt verður samkvæmt stundaskrá frá 12:30.
Skólabílar munu fara frá Kópaskeri og Fjöllum klukkan 12:00 og þurfa nemendur að vera búnir að borða heima áður.

Við biðjumst afsökunar á þessari röskun.
Starfsfólk Öxarfjarðarskóla

Föndurdagur og Lúsí­uhátí­ð

Í dag var hin árlega Lúsíuhátíð í skólanum undir stjórn Önnu Englund. Þar komu fram nemendur úr skólanum, sá yngsti úr 1. bekk og þau elstu úr 10. bekk og sungu Lúsílög. Þau fengu aðstoð frá tveimur fyrrverandi nemendum, þeim Lottu og Silju og Ann-Charlotte studdi þau líka í söngnum. Þetta er skemmtilegur siður sem Anna er búin að flytja til okkar frá Svíþjóð.

Myndir frá Lúsíudegi

Leikskólabörn föndruðu af mikilli einbeitniÍ gær var svo hinn árlegi föndurdagur í skólanum. Föndrið hófst eftir morgunmat og stóð fram til hádegis. Fjórar föndurstöðvar voru í boði. Á einni var kertagerð, þar sem gömul kerti og kertaafgangar voru endurunnin. Einnig var jólakortagerð þar sem m.a. gömul jólakort voru endurnýtt. Síðan voru Jóhanna og Bói með opnar handmennta- og smíðastofu þar sem mikil listaverk urðu til. Þó nokkrir foreldrar og afar og ömmur létu sjá sig og föndruðu með börnunum. Það var mjög gaman að fá þessa gesti inn í húsið.

Myndir frá föndurdegi

Skólaferðalag 1.-6. bekkjar

Vel heppnað skólaferðalag yngri nemenda var á sl. miðvikudag. Þá fóru nemendur 1.-6. bekkjar skólans ásamt jafnöldrum þeirra frá Kópaskersskóla m.a. upp í Mývatnssveit og hittu jólasveina.
Smellið á lesa meira til að lesa pistil Vigdísar um ferðina.

Á aðventunni

Senn líður að jólum og erum við þegar byrjuð að setja hefðbundinn jólasvip á skólann okkar með skreytingum og jólatréð er komið upp og setur hátíðlegan svip á umhverfið. Kveikt var á því 1. des við söng nemenda og starfsfólks. Ýmislegt verður og hefur verið á döfinni hjá okkur í desember. Smellið á lesa meira til að sjá nánar um það.

Kveikt á jólatrénu í­ Lundi

Í morgun fóru nemendur og starfsmenn skólans út og sungu nokkur jólalög um leið og tendrað var á jólatrénu.