Á aðventunni

Senn líður að jólum og erum við þegar byrjuð að setja hefðbundinn jólasvip á skólann okkar með skreytingum og jólatréð er komið upp og setur hátíðlegan svip á umhverfið. Kveikt var á því 1. des við söng nemenda og starfsfólks. Ýmislegt verður og hefur verið á döfinni hjá okkur í desember. Smellið á lesa meira til að sjá nánar um það.

Eldvarnarvika
Jón Ásberg fræðir nemendur um eldvarnir2. desember kom Jón Ásberg, slökkviliðsstjóri, með eldvarnardagskrá og brýndi fyrir nemendum 1.-7. bekkjar að vera vel á verði varðandi hættur af völdum elds og hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir eldsvoða. Frá slökkviliðsstjóra fóru áhugasamir eldvarnarfulltrúar tilbúnir til að gæta að öryggis heima fyrir.
1.- 6. bekkur fór 3. des., ásamt nemendum í Kópaskersskóla í skólaferðalag m.a. í Mývatnssveit að hitta jólasveinana og á eftir á leikritið Emil í Kattholti og verður sagt nánar frá því hér á vefnum síðar.

Þann 9. des. ætla Anna og Steini með miðdeildina í útieldun og ráðlegt að koma vel og hlýlega klæddur þann daginn.

Föndurdagur og Lúsíuhátíð
Það styttist í ýmsar hefðbundnar uppákomur hjá okkur, 11. des. verður föndurdagur hjá okkur og verður unnið með jólakort, tré, filtefni kerti o.fl. Við ætlum að byrja eftir morgunmat, 9:40 og vera fram að hádegi.

12. desember verður Lúsíhátíð undir stjórn Önnu Englund og byrjar hátíðin kl. 8:30.

Við minnum á að foreldrar, systkini, ömmur og afar og aðrir velunnarar barnanna eru velkomnir til að vera með okkur á báðum þessum uppákomum og það verður heitt á könnunni.

Litlu jól og jólafrí
18. desember ætlum við að verða með litlu jólin og þar verður pakkapúkk, lesnar jólasögur, lesin sundur jólakort og að því loknu borðaður saman sannkallaður jólamatur og þar aðstoða eldri nemendur, sem borðfélagar, yngri nemendur. Eftir matinn er sungið og dansað kringum jólatréð síðan hressing og heimferð. 18. desember varð fyrir valinu vegna þess að þá geta leikskólabörnin tekið þátt í hátíðinni með grunnskólabörnunum. Leikskólabörnin eru ekki í skólanum á föstudögum. Skólabíll fer frá Lundi þennan dag kl. 16:10 að venju.

Föstudaginn 19. desember, síðasta skóladag fyrir jól, munu nemendur vera í umsjá umsjónarkennara. Skólabíll fer frá Lundi á hefðbundnum föstudagstíma þ.e. kl. 14:30.

Starfsdagur er hjá starfsfólki skólans 5. janúar 2009. Nemendur mæta svo á aftur í skólann, á nýju ári, á hefðbundnum skólatíma, þann 6. janúar.

Vefkönnun
Vefkannanir voru gerðar meðal starfsfólks, foreldra og nemenda. Við viljum þakka fyrir þátttöku í þessum könnunum. Það er okkur mikils virði að fá að vita um viðhorf og líðan í og gagnvart skólanum. Það var ánægjulegt að sjá að þorri þeirra sem könnunin náði til var nokkuð sáttur við skólann en lengi má gera betur og í rauninni nauðsynlegt að hafa það ávallt í huga. Við höldum áfram að reyna að leita leiða til að hlú að öllum nemendum og sýna umburðarlyndi og hlýju en jafnframt festu.

Skoða foreldrakönnun
Skoða nemendakönnun
Skoða starfsmannakönnun
 
Kær kveðja,
Guðrún S. K.